Gerhard Schröder

Kanslari Þýskalands

Gerhard Fritz Kurt Schröder (f. 7. apríl 1944) er þýskur fyrrum stjórnmálamaður, lögfræðingur og ráðgjafi. Hann var kanslari Þýskalands frá 27. október 199822. nóvember 2005. Við af honum í því embætti tók Angela Merkel. Nú er Schröder formaður Nord Stream AG (sem rússneska olíufyrirtækið Gazprom á meirihluta í) og rússneska olíufyrirtækisins Rosneft.

Gerhard Schröder
Gerhard Schröder árið 2015 í Berlín.
Kanslari Þýskalands
Í embætti
27. október 1998 – 22. nóvember 2005
ForsetiRoman Herzog
Johannes Rau
Horst Köhler
ForveriHelmut Kohl
EftirmaðurAngela Merkel
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. apríl 1944 (1944-04-07) (80 ára)
Blomberg, Norðurrín-Vestfalíu, Þýskalandi
ÞjóðerniÞýskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiEva Schubach (1968–1972)
Anne Taschenmacher (1972–1984)
Hiltrud Hampel (1984–1997)
Doris Köpf (1997–2016)
So-Yeon Kim (2017-)
BörnViktoria, Gregor
HáskóliGeorg-August-háskólinn í Göttingen
Undirskrift

Schröder hafði verið sambandsforseti ungliðahreyfingar Jafnaðarmannaflokksins á áttunda áratugnum. Hann gekk í sambandsstjórn flokksins árið 1989 og varð héraðsráðherra Neðra-Saxlands ári síðar í stjórnarsamstarfi flokksins við Græningja. Hann var endurkjörinn tvisvar með hreinan meirihluta og var valinn sem kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins gegn Helmut Kohl í þýsku þingkosningunum árið 1998. Jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur í kosningunum og Schröder tók við kanslaraembættinu mánuði síðar í fyrsta stjórnarsamstarfi Græningja og Jafnaðarmanna í ríkisstjórn alls Þýskalands. Fyrsta kjörtímabil Schröders einkenndist af talsverðri frjálslyndisvæðingu en einnig af nokkrum hneykslismálum, þar á meðal áhyggjum af útbreiðslu kúariðu með neyslu á nautakjöti. Á stjórnartíð Schröders mótmæltu Þjóðverjar einnig harðlega innrás Bandaríkjamanna í Írak og Schröder komst þannig upp á kant við George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Árið 2002 vann stjórn Schröders endurkjör en aukið atvinnuleysi leiddi til þess að Schröder kynnti hina svokölluðu „Agenda 2010“-áætlun. Áætlunin einkenndist af niðurskurði í opinberum útgjöldum og frjálslyndisumbótum í ríkisrekstri sem reitti kjósendur Jafnaðarmannaflokksins mjög til reiði og leiddi til þess að vinsældir Schröders döluðu. Þegar stjórn Schröders bað ósigur í héraðskosningum í Norðurrín-Vestfalíu í maí árið 2005 kallaði Schröder til nýrra þingkosninga. Í september sama ár bað Jafnaðarmannaflokkurinn nauman ósigur fyrir Kristilega demókrataflokknum. Í kjölfarið gengu Jafnaðarmannaflokkurinn og Kristilegi demókrataflokkurinn í stjórnarsamstarf þar sem Angela Merkel gerðist kanslari í stað Schröders.

Heimild

breyta


Fyrirrennari:
Helmut Kohl
Kanslari Þýskalands
(27. október 199822. nóvember 2005)
Eftirmaður:
Angela Merkel


  NODES