Glíma er íslensk íþrótt. Í upphafi viðureignar heilsast glímumenn, taka sér stöðu, taka tökum og stíga. Þegar báðir eru tilbúnir gefur yfirdómari merki, mega þeir þá sækja brögðum hvor gegn öðrum. Markmiðið í hverri viðureign er að veita andstæðingnum byltu með löglegu glímubragði, en halda jafnvægi sjálfur að því loknu.

Glímubragðið krækja tekið í glímukeppni.
Íslenskir glímukappar ganga fylktu liði á Austurvelli 1925
1925.

Helsta mót glímunnar er Grettisbeltið hjá körlum og Freyjumenið hjá konum. Grettisbeltið er einn elsti verðlaunagripur á Íslandi.

Glíma flokkast sem fangbragðaíþrótt eins og til dæmis júdó og súmó.

Svipmyndir frá glímu Ármanns við Menntaskólann í Reykjavík árið 1934

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES