Grænfóður er samheiti yfir jurtir af krossblómaætt og grasaætt sem notaðar eru sem fóður eða beit fyrir búfénað. Það er gjarnan nýtt sama ár og því er sáð. Grænfóðurrækt hófst á síðustu öld og jókst eftir seinni heimsstyrjöld. Grænfóður hentar vel til nytaukningar hjá kúm og til haustbötunar lamba. Grænfóðurrækt er einnig æskilegur liður í endurræktun túna. Grænfóður er að einhverju leyti slegið en mest notað til beitar. Við slátt er það oftast verkað í rúllur eða gefið strax, t.d. á haustin þegar kýrnar hafa verið bundnar inn. Þá er það einnig notað við núllbeit.

Kýr á grænfóðurbeit (sumarrepja)

Jarðvinnsla

breyta

Við ræktun grænfóðurs verður að huga að góðri jarðvinnslu. Æskilegast er að plægja jarðveginn og herfa. Í stykkjum sem lengi hafa verið notaðar til ræktunar grænfóðurs eru birgar af illgresisfræjum og er því mikilvægt að plægja þau niður til að draga úr sprettu illgresisins. Búfjáráburði er hentugt að dreifa í grænfóðurflög og er hann líka plægður niður. Passa verður að fínvinna jarðveginn ekki um of, því hentar á fæstum stöðum að tæta jarðveginn nema þar sem áður var tún (til að losna við mestu torfurnar). Næst er sáð, ýmist með sáðvél eða kastdreifara. Tilbúnum áburði er dreift um leið eða stuttu síðar. Að lokum er valtað yfir til að fræin og moldi rjúki síður í burtu og til að halda jarðvegsrakanum að fræjunum.

Helstu tegundir

breyta

Helstu tegundir grænfóðurs eru:

Af grasaætt:

Af krossblómaætt:

  NODES