Guðjón Valur Sigurðsson

Íslenskur handknattleiksmaður og þjálfari

Guðjón Valur Sigurðsson (fæddur 8. ágúst 1979) er íslenskur fyrrum handknattleiksmaður og þjálfari þýska handknattleiksliðsins Gummersbach.

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Upplýsingar
Fullt nafn Guðjón Valur Sigurðsson
Fæðingardagur 8. ágúst 1979
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 1,87 m
Leikstaða Hornamaður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
Landsliðsferill
Ísland 364 leikir (1875 mörk)


Guðjón Valur Sigurðsson

Guðjón Valur hóf feril sinn ungur og byrjaði með Gróttu á Seltjarnarnesi árið 1995 . Hann var kominn upp í meistaraflokk Gróttu ungur að árum og var valinn í landsliðið í fyrsta skipti þegar Grótta var í annarri deild en þjálfari liðsins var Ólafur B. Lárusson.

Guðjón vildi reyna fyrir sér á nýjum stað og kaus að flytjast á Akureyri. Þar lék hann með KA í allnokkur ár en hélt seinna til Þýskalands og spilaði þar með Essen. Hjá Essen varð Guðjón Valur Evrópumeistari en félagið fór seinna í gjaldþrot og fór Guðjón Valur því í annað félag, Gummersbach. Þar lék hann undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fyrrum landsliðsþjálfara Íslendinga. Guðjón var valinn handboltamaður ársins árið 2006 í Þýskalandi og var markahæsti leikmaður þýsku bundesligunnar. Árið 2008 skrifaði hann undir samning við Rhein-Neckar-Löwen í þýsku deildinni og árið 2011 fór hann til AG Köbenhavn. Árið 2012 skrifaði Guðjón undir samning við þýska liðinu THW Kiel. 2014 skrifaði síðan Guðjón undir samning við spænska liðinu FC Barcelona. Síðast lék hann PSG í frönsku deildinni.

Guðjón lagði skóna á hilluna vorið 2020. [1] Guðjón var skömmu síðar ráðinn þjálfari Gummersbach.

Íslenska landsliðið

breyta

Í ágúst 2008 lék Guðjón Valur með íslenska landsliðinu á handknattleiksmóti karla á Ólympíuleikunum í Peking í Kína og vann til silfurverðlauna. Guðjón Valur var næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með 43 mörk og var valinn í sjö manna úrvalslið Ólympíuleikanna. Guðjón Valur vann síðan sín önnur verðlaun með landsliðinu á stórmóti þegar íslenska landsliðið vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. Hann lék einnig með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Svíþjóð 2011 og var næstmarkahæstur íslenskra leikmanna með 47 mörk og 68% skotnýtingu. Guðjón Valur er markahæsti handboltamaður landsliða með 1875 mörk. Hann sló metið árið 2018 í landsleik við Þýskaland. Fyrsta landsliðsmark sitt skoraði hann árið 1999.


Heimildir

breyta
  1. Guðjón Valur leggur skóna á hilluna Rúv, skoðað 29. apríl 2020
  NODES