Gustav Bauer

Kanslari Þýskalands (1870–1944)

Gustav Adolf Bauer (6. janúar 1870 – 16. september 1944) var þýskur stjórnmálamaður úr Jafnaðarmannaflokknum sem var kanslari Þýskalands frá 1919 til 1920. Sem kanslari undirritaði hann Versalasamninginn fyrir hönd Þjóðverja. Hann gegndi kanslaraembættinu aðeins í 219 daga. Hann hafði áður verið atvinnumálaráðherra í fyrstu lýðræðislega kjörnu ríkisstjórn Þýskalands. Eftir afsögn hans úr embætti var Bauer varakanslari, samgöngumálaráðherra og fjármálaráðherra í ríkisstjórnum Weimar-lýðveldisins.

Gustav Bauer
Kanslari Þýskalands
Í embætti
20. júní 1919 – 26. mars 1920
ForsetiFriedrich Ebert
ForveriPhilipp Scheidemann
EftirmaðurHermann Müller
Persónulegar upplýsingar
Fæddur6. janúar 1870
Darkehmen, Prússlandi, norður-þýska ríkjasambandinu
Látinn16. september 1944 (74 ára) Berlín, Þýskalandi
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiHedwig Moch
StarfStjórnmálamaður

Æviágrip

breyta

Gustav Bauer stofnaði árið 1895 stéttarfélag fyrir skrifstofuverkamenn (Verband der Büroangestellten) og var forseti þess til ársins 1908. Hann var varaforseti sambands stéttarfélaga (Generalkommission der Gewerkschaften) frá 1908 til 1918.[1] Bauer varð atvinnumálaráðherra í stuttlífri ríkisstjórn Max von Badens undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og aftur í ríkisstjórn Philipps Scheidemann.

Scheidemann sagði af sér sem kanslari þann 20. júní árið 1919 til þess að mótmæla Versalasamningnum.[2] Bauer tók við kanslaraembættinu og því kom það í hans hlut að skrifa undir samninginn fyrir hönd hins sigraða Þýskalands. Á stuttri kanslaratíð sinni stóð Bauer fyrir ýmsum velferðarverkefnum. Meðal annars stóð ríkisstjórn hans fyrir landeignarumbótum til að gefa smærri landeigendum meira af þýsku ræktarlandi[3][4] og fyrir lögleiðingu launaðra mæðraorlofa.[5]

Í mars árið 1920 gerðu þýskir íhaldsmenn uppreisn og reyndu að steypa ríkisstjórn Bauers af stóli. Bauer og flestir ráðherrar hans flúðu til Dresden og síðan til Stuttgart en kölluðu á eftir því að Þjóðverjar færu í allsherjar verkfall til þess að hindra uppreisnarmennina. Uppreisnin var að endingu kveðin niður en Bauer neyddist í kjölfarið til að segja af sér. Afsögn hans úr embættinu hafði verið skilyrði sem uppreisnarmennirnir settu í samningaviðræðum við ríkisstjórnina. Flokksbróðir Bauers, Hermann Müller, tók við kanslaraembættinu.

Bauer var áfram ráðherra í ríkisstjórnum Jafnaðarflokksins og naut talsverðra áhrifa í þýskum stjórnmálum þar til hann var rekinn úr flokk sínum árið 1925 vegna hneykslismála. Honum var hleypt aftur inn í flokkinn árið 1926 en hann settist í helgan stein tveimur árum síðar.

Eftir valdatöku nasista í Þýskalandi var Bauer handtekinn og sakaður um að hafa dregið sér fé úr ríkissjóði. Nasistarnir héldu því fram að sonur Bauers hefði klagað föður sinn fyrir skólayfirvöldum. Nasistarnir neyddust til að sleppa Bauer þegar kom á daginn að Bauer átti engan son. Ákæran gegn honum var þó ekki felld niður fyrr en árið 1935.

Tilvísanir

breyta
  1. „Biografie Gustav Bauer (á þýsku)“. Deutsches Historisches Museum. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júlí 2014. Sótt 30. ágúst 2018.
  2. „Stjórnarbyltingin þýska“. Alþýðublaðið. 15. desember 1919. Sótt 29. ágúst 2018.
  3. „FAOLEX“. faolex.fao.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 maí 2014. Sótt 26. september 2014.
  4. Todd, A.; Bottaro, J.; Waller, S. (2012). History for the IB Diploma: Interwar Years: Conflict and Cooperation 1919-39. Cambridge University Press. bls. 51.
  5. Hagemann, G. (2007). Reciprocity and Redistribution: Work and Welfare Reconsidered. Plus-Pisa University Press. bls. 94.


Fyrirrennari:
Philipp Scheidemann
Kanslari Þýskalands
(20. júní 191926. mars 1920)
Eftirmaður:
Hermann Müller


  NODES