Hænsnaprjón er prjónastíll sem kom fyrst fram í Danmörku eftir 1973. Prjónakonan Kirsten Hofstätter gaf út þrjár bækur um hænsnaprjón og kom sú fyrsta út árið 1973. Upphaflega gaf hún fyrstu bókinni nafnið Strikkemanifestet. Hún reyndi að fá bókina gefna út af vinstrisinnuðu útgáfufyrirtæki Røde Hane en það taldi efnið ekki nógu alvarlegt til að gefa bókina út. Hún stofnaði því eigin bókaútgáfu og gaf henni í háði nafnið Røde Hane (rauð hænsni) en breytti því síðar í Hønsetryk og nafni bókarinnar í Hønsestrik. Boðskapur bókarinnar var að slíta sig frá hinum niðurnjörvuðu prjónahefðum og gera prjón aðgengilegt fyrir alla. Hofstätter hvatti til að allir gætu prjónað og ættu að prjóna eins og hver og einn vildi. Það ættu ekki að vera skilyrði um að endurtaka sérstakar mynstursamsetningar. Peysur og annað prjónles sem prjónað er eftir hugmyndum Hofstätter er mjög litríkt og prjónafólk gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Árið 1978 kom út bók um hænsnaprjón á ensku eftir Kirsten Hofstätter.

Hænsnaprjón

Bækurnar um hænsnaprjónið voru innlegg í kvennabaráttu og endurspegluðu uppreisn 68-kynslóðarinnar á móti normum. Hænsnaprjón var vinsælt meðal kvenna í kvenréttindabaráttu milli 1970 og 1980. Hænsnaprjón var andóf gegn garnframleiðendum sem seldu uppskrift og garn saman og hefðbundnum prjónabókum með fastmótuðum og óbreytanlegum uppskriftum. Hænsnaprjón var vanalega prjónað úr ull og einnig úr garnafgöngum og oftast á hringprjón. Litasamsetning braut oft reglur um hvaða litir pössuðu saman. Stundum var nafn eða yfirlýsing prjónuð í flíkina.

Myndir af hænsnaprjóni

breyta

Heimild

breyta
  NODES