Hörða-Knútur eða Knútur 3. Danakonungur (danska: Hardeknud; fornenska: Harthacnut) (10188. júní 1042) var sonur Knúts ríka Danakonungs og Emmu konu hans. Sjálfur var hann konungur Danmerkur 1035-1042 og Englands 1040-1042.

Hörða-Knútur.

Hörða-Knútur tók við ríki í Danmörku þegar faðir hans lést á Englandi 12. nóvember 1035. Englendingar völdu þegar Harald hérafót, óskilgetinn hálfbróður Hörða-Knúts, sem ríkisstjóra yfir sér. Norðmenn neituðu aftur á móti að hafa Svein Alfífuson, annan óskilgetin son Knúts ríka, sem konung yfir sér lengur og völdu Magnús góða í hans stað. Hörða-Knútur gerði bandalag við Magnús og var ákveðið að sá þeirra sem lifði lengur skyldi erfa bæði Danmörku og Noreg.

Þegar fregnir bárust af því að Haraldur hérafótur hefði látið kjósa sig til konungs í Englandi. Hörða-Knútur taldi það svik af hálfu hans en fékk þó lítið að gert fyrst í stað. Árið 1039 taldi hann sig þó svo traustan í sessi að hann ákvað að sigla til Englands og freista þess að ná kórónunni af hálfbróður sínum. Hann sigldi með 63 skip til Brügge, þar sem móðir hans var, en henni hafði verið vísað úr landi á Englandi. Á meðan hann dvaldist þar bárust fregnir af því að Haraldur hérafótur hefði látist 17. mars 1040. Hörða-Knúti var boðin kórónan og sigldi hann til Englands og gerðist konungur þar. Í Englandi er hans helst minnst fyrir að hækka skatta til að geta greitt kostnaðinn við herflota sinn.

Hörða-Knútur dó óvænt í brúðkaupsveislu árið 1042 og var þá aðeins 23-24 ára. Hann var ókvæntur og barnlaus en ári áður en hann lést hafði hann kallað eldri hálfbróður sinn, Játvarð son Emmu og Aðalráðs ráðlausa, fyrri manns hennar, til Englands og útnefnt hann arftaka sinn.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Haraldur hérafótur
Konungur Englands
(1040 – 1042)
Eftirmaður:
Játvarður góði
Fyrirrennari:
Knútur ríki
Konungur Danmerkur
(1035 – 1042)
Eftirmaður:
Magnús góði


  NODES
languages 1
os 2