Hans Egede (fæddist 31. janúar 1686 í Harstad, Noregi – lést 5. nóvember 1758 í Falster, Danmörku) var lútherskur trúboði sem oft er nefndur Postuli Grænlands. Samkvæmt hefð kynntist Egede frásögnum um norræna menn á Grænlandi þegar hann þjónustaði á eyjunum í Lofoten. Í maí 1721 fékk hann leyfi hjá Friðriki IV danakonungi til að leita uppi þessa týndu Grænlendinga og endurkristna þá ef þeir væru gengnir af trúnni. Átti hann einnig að endurvekja eignarrétt Noregs á Grænlandi. Noregur og Danmörk voru á þessum tíma í ríkjasambandi með sameiginlegan konung.

Hans Egede

Egede tók land á vesturströnd Grænlands 3. júlí 1721. Leitaði hann eftir norrænum mönnum en fann enga. Þá hafði ekkert samband verið við norræna menn á Grænlandi í um 300 ár. Egede fann hins vegar fyrir inuíta og hófst handa um kristið trúboð meðal þeirra. Hann lagði sig eftir að læra grænlensku og snéri ýmsum kristnum textum á það mál. Það var hægara sagt en gert meðal annars vegna þess að fjöldamörg vestræn hugtök voru ekki til í hugarheimi Grænlendinga. Eitt dæmi er brauð sem ekki var til og ekki heldur nein hliðstæða. Í þýðingu sinni á Faðir vor lét hann línuna „Gef oss í dag vort daglegt brauð“ samsvara „Gef oss í dag vorn daglega sel“.

Egede stofnaði þorpið Godthåb (sem nú er nefnt Nuuk), sem nú er höfuðborg Grænlands.

Herrnhúta trúboðar fengu leyfi 1733 að setja upp eigin trúboðsstöð suður af Nuuk. Með þeim fylgdi hlaupabóla sem varð faraldur um Grænland upp úr 1734 og féllu margir í sjúkdóminum meðal annarra Gertrud, kona Hans Egede. Hann snéri aftur til Kaupmannahafnar 1736 ásamt dætrum sínum og einum syni. Eftir varð sonurinn Poul Egede sem einkum er þekktur fyrir starf sitt við að skapa grænlenskt ritmál og málfræði. Hans Egede var skipaður biskup yfir Grænlandi 1741.

Tenglar

breyta
  NODES
languages 1
mac 1
os 4
text 1