Heimastjórnartímabilið

Saga Íslands

Eftir tímabilum

Miðaldir á Íslandi
Nýöld á Íslandi
Nútíminn á Íslandi

Eftir umfjöllunarefni

Heimastjórnartímabilið er tímabil í sögu Íslands frá því Íslendingar fengu heimastjórn þann 1. febrúar, 1904 með skipan ráðherra Íslands með aðsetur á Íslandi þar til Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með sambandslögunum 1918 þegar Konungsríkið Ísland varð til.

Frá 1904 var ríkisstjórn Íslands einungis skipuð einum ráðherra en embætti forsætisráðherra Íslands, auk embætta fjármálaráðherra og atvinnumálaráðherra, varð til með ríkisstjórn Jóns Magnússonar sem tók við völdum 4. janúar 1917 og var fyrsta samsteypustjórnin sem mynduð var á Íslandi.

Tenglar

breyta
   Þessi sögugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES