Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2006

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2006 var haldið í Þýskalandi dagana 9. júní til 9. júlí. Heimsmeistaramótið var það 18. í röðinni, en þau eru haldin á fjögurra ára fresti.

Kort sem sýnir borgirnar sem leikið var í

Leikið var í borgunum Berlín, Dortmund, Frankfurt, Gelsenkirchen, Hamburg, Hannover, Kaiserslautern, Köln, Leipzig, München, Nürnberg og Stuttgart.

Þjóðverjar fengu réttinn til að halda mótið árið 2000. 31 þjóðir tóku þátt á mótinu, með þjóðverjum, en þetta var í annað skiptið sem þessi keppni var haldin í Þýskalandi (fyrsta skiptið var árið 1974 sem vestur-Þýskaland).

Ítalir urðu heimsmeistarar í fjórða sinn eftir sigur á Frökkum í úrslitum. Gestgjafar keppninnar, þjóðverjar höfnuðu í þriðja sæti og portúgalar í því fjórða.

Val á gestgjöfum

breyta

Ákvörðunin um keppnisstað var tekin á þingi FIFA í Zürich þann 6. júlí árið 2000. Fimm lönd höfðu falast eftir að halda keppnina, en þremur dögum fyrir fundinn drógu Brasilíumenn boð sitt til baka. Þá stóðu eftir Þýskaland, England, Suður-Afríka og Marokkó. Þjóðverjar hlutu flest atkvæði í fyrstu umferð, tíu talsins. Suður-Afríka fékk sex, England fimm en Marokkó rak lestina með tvö atkvæði. Þar sem enginn umsækjanda hafði náð hreinum meirihluta var kosið að nýju milli þriggja efstu.

Í annarri umferðinni voru Þjóðverjar og Suður-Afríkumenn jafnir með ellefu atkvæði en Englendingar hlutu tvö. Í lokaumferðinni fengu Þjóðverjar tólf atkvæði á móti ellefu, þar sem einn fulltrúi sat hjá. Þýskaland var því valið gestgjafi HM 2006.

Í kjölfar kosningarinnar braust út mikil óánægja þar sem fulltrúi Nýja-Sjálands reyndist hafa setið hjá í lokakosningunni þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá Eyjaálfusambandinu um að styðja Suður-Afríku fremur en Þýskaland. Það hefði þýtt að löndin hefðu endað jöfn og Sepp Blatter verið látinn ráða úrslitum, en hann var talinn hliðhollur Suður-Afríkumönnum. Í kjölfarið var ákveðið að endurskoða val gestgjafa á HM í framtíðinni.

Þátttökulið

breyta

32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.

Knattspyrnuvellir

breyta

Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 66.016 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 52.782 Heimalið: 1860 München og Bayern München

Byggður: 2001 Heildarfjöldi: 53.804 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 43.920 Heimalið: Schalke 04

Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 48.132 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 38.437 Heimalið: Eintracht Frankfurt

Byggður: 1974 Heildarfjöldi: 69.982 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 50.000 Heimalið: Borussia Dortmund

Keppnin

breyta

Riðlakeppnin

breyta

Keppt var í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum, þar sem tvö efstu komust áfram í 16-liða úrslit.

A riðill

breyta

Þýskaland sigraði Kosta Ríka 4:2 í opnunarleik keppninnar og var það hæsta markaskor í opnunarleik í sögunni. Ekvador hafi tryggt sér annað sætið í riðlinum á eftir heimsmeisturum Þjóðverja fyrir lokaumferðina.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Þýskaland 3 3 0 0 8 2 +6 9
2   Ekvador 3 2 0 1 5 3 +2 6
3   Pólland 3 1 0 2 2 4 -2 3
4   Kosta Ríka 3 0 0 3 3 9 -6 0
9. júní 2006
  Þýskaland 4-2   Kosta Ríka Allianz Arena, München
Áhorfendur: 66.000
Dómari: Horacio Elizondo
Lahm 6, Klose 17, 61, Frings 87 Wanchope 12, 73
9. júní 2006
  Pólland 0-2   Ekvador Arena AufSchalke, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Toru Kamikawa
Tenorio 24, Delgado 80
14. júní 2006
  Þýskaland 1-0   Pólland Westfalenstadion, Dortmund
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Luis Medina Cantalejo
Neuville 90+1
15. júní 2006
  Ekvador 3-0   Kosta Ríka Volksparkstadion, Hamburg
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Coffi Codjia
C. Tenorio 8, Delgado 54, Kaviedes 90+2
20. júní 2006
  Þýskaland 3-0   Ekvador Ólympíuleikvangurinn, Berlín
Áhorfendur: 72.000
Dómari: Valentin Ivanov
Klose 4, 44, Podolski 57
15. júní 2006
  Pólland 2-1   Kosta Ríka Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Shamsul Maidin
Bosacki 33, 65 Gómez 25

B riðill

breyta

Englendingar og Svíar unnu nauma sigra á Paragvæ og skildu Suður-Ameríkuliðið þar með eftir. Svíar náðu 2:2 jafntefli gegn Englendingum í lokaleiknum, en Norðurlandaþjóðin hafði ekki tapað fyrir enska liðinu í 38 ár.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Englandi 3 2 1 0 5 2 +3 7
2   Svíþjóð 3 1 2 0 3 2 +1 5
3   Paragvæ 3 1 0 2 2 2 0 3
4   Trínidad og Tóbagó 3 0 1 2 0 4 -4 1
10. júní 2006
  England 1-0   Paragvæ Commerzbank-Arena, Frankfurt
Áhorfendur: 48.000
Dómari: Marco Rodríguez
Gamarra 4 (sjálfsm.)
10. júní 2006
  Trínidad og Tóbagó 0-0   Svíþjóð Westfalenstadion, Dortmund
Áhorfendur: 62.959
Dómari: Shamsul Maidin
15. júní 2006
  England 2-0   Trínidad og Tóbagó Frankenstadion, Nürnberg
Áhorfendur: 41.000
Dómari: Toru Kamikawa
Crouch 83, Gerrard 90+1
15. júní 2006
  Svíþjóð 1-0   Paragvæ Ólympíuleikvangurinn, Berlín
Áhorfendur: 72.000
Dómari: Ľuboš Micheľ
Ljungberg 89
20. júní 2006
  Svíþjóð 2-2   England RheinEnergieStadion, Köln
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Massimo Busacca
Allbäck 51, Larsson 90 J. Cole 34, Gerrard 85
20. júní 2006
  Paragvæ 2-0   Trínidad og Tóbagó Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern
Áhorfendur: 46.000
Dómari: Roberto Rosetti
Sancho 25 (sjálfsm.), Cuevas 86

C riðill

breyta

Riðillinn var af mörgum talinn sá sterkasti á mótinu. Argentína og Holland höfðu þó bæði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir lokaumferðina. Markalaust jafntefli í viðureign liðanna í lokaleiknum gaf Argentínu toppsætið á hagstæðari markatölu eftir stórsigur liðsins á Serbum og Svartfellingum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Argentína 3 2 1 0 8 1 +7 7
2   Holland 3 2 1 0 3 1 +2 7
3   Fílabeinsströndin 3 1 0 2 5 6 -1 3
4   Serbía og Svartfjallaland 3 0 0 3 2 10 -8 0
10. júní 2006
  Argentína 2-1   Fílabeinsströndin Volksparkstadion, Hamburg
Áhorfendur: 49.480
Dómari: Frank De Bleeckere
Crespo 24, Saviola 38 Drogba 82
11. júní 2006
  Serbía og Svartfjallaland 0-1   Holland Zentralstadion, Leipzig
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Markus Merk
Robben 18
16. júní 2006
  Argentína 6-0   Serbía og Svartfjallaland Arena AufSchalke, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Roberto Rosetti
Rodríguez 6, 41, Cambiasso 31, Crespo 78, Tevez 84, Messi 88
16. júní 2006
  Holland 2-1   Fílabeinsströndin Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Óscar Ruiz
Van Persie 23, Van Nistelrooy 27 B. Koné 38
21. júní 2006
  Holland 0-0   Argentína Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 48.000
Dómari: Luis Medina Cantalejo
16. júní 2006
  Fílabeinsströndin 3-2   Serbía og Svartfjallaland Allianz Arena, München
Áhorfendur: 66.000
Dómari: Marco Rodríguez
Dindane 37, 67, Kalou 86 Žigić 10, Ilić 20

D riðill

breyta

Taugarnar voru þandar fyrir leik Angóla gegn gömlu nýlenduherrunum frá Portúgal. Evrópubúarnir höfðu betur og unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum. Mexíkó fylgdi þeim eftir í 16-liða úrslitin.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Portúgal 3 3 0 0 5 1 +4 9
2   Mexíkó 3 1 1 1 4 3 +1 4
3   Íran 3 0 2 1 1 2 -1 2
4   Angóla 3 0 1 2 2 6 -4 1
10. júní 2006
  Mexíkó 3-1   Íran Frankenstadion, Nürnberg
Áhorfendur: 41.000
Dómari: Roberto Rosetti
Bravo 28, 76, Sinha 79 Golmohammadi 36
11. júní 2006
  Angóla 0-1   Portúgal RheinEnergieStadion, Köln
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Jorge Larrionda
Pauleta 4
16. júní 2006
  Angóla 0-0   Mexíkó Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Shamsul Maidin
17. júní 2006
  Portúgal 2-0   Íran Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 48.000
Dómari: Éric Poulat
Deco 63, Ronaldo 80
21. júní 2006
  Portúgal 2-1   Mexíkó Arena AufSchalke, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Ľuboš Micheľ
Maniche 6, Simão 24 Fonseca 29
21. júní 2006
  Angóla 1-1   Íran Zentralstadion, Leipzig
Áhorfendur: 38.000
Dómari: Mark Shield
Amado 60 Bakhtiarizadeh 75

E riðill

breyta

Þrjú rauð spjöld fóru á loft í jafnteflisleik Bandaríkjanna og Ítalíu. Það var eina stig Bandaríkjanna í keppninni en einu töpuðu stig Ítala sem enduðu á toppnum. Gana fylgdi liði Ítalíu í 16-liða úrslitin.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Ítalía 3 2 1 0 5 1 +4 7
2   Gana 3 2 0 1 4 3 +1 6
3   Tékkland 3 1 0 2 3 4 -1 3
4   Bandaríkin 3 0 1 2 2 6 -4 1
12. júní 2006
  Bandaríkin 0-3   Tékkland Arena AufSchalke, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Carlos Amarilla
Koller 5, Rosický 36, 76
12. júní 2006
  Ítalía 2-0   Gana Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Carlos Amarilla
Pirlo 40, Iaquinta 83
17. júní 2006
  Tékkland 0-2   Gana RheinEnergieStadion, Köln
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Horacio Elizondo
Gyan 2, Muntari 82
17. júní 2006
  Ítalía 1-1   Bandaríkin Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern
Áhorfendur: 46.000
Dómari: Jorge Larrionda
Gilardino 22 Zaccardo 27
22. júní 2006
  Tékkland 0-2   Ítalía Volksparkstadion, Hamburg
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Benito Archundia
Materazzi 26, Inzaghi 87
22. júní 2006
  Gana 2-1   Bandaríkin EasyCredit-Stadion, Nürnberg
Áhorfendur: 41.000
Dómari: Markus Merk
Draman 22, Appiah 45+2 Dempsey 43

F riðill

breyta

Ástralir mættu á ný á HM eftir 32 ára hlé og komu verulega á óvart með sigri á Japö num og jafntefli gegn Króötum, sem fleytti þeim í annað sæti riðilsins. Brasilíumenn höfðu lítið fyrir að ná toppsætinu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Brasilía 3 3 0 0 7 1 +6 9
2   Ástralía 3 1 2 0 5 5 0 4
3   Króatía 3 0 2 1 2 3 -1 2
4   Japan 3 0 1 2 2 7 -5 1
12. júní 2006
  Ástralía 3-1   Japan Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern
Áhorfendur: 46.000
Dómari: Essam Abd El Fatah
Cahill 84, 89, Aloisi 90+2 Nakamura 26
13. júní 2006
  Brasilía 1-0   Króatía Ólympíuleikvangurinn, Berlín
Áhorfendur: 72.000
Dómari: Benito Archundia
Kaká 44
18. júní 2006
  Króatía 0-0   Japan Frankenstadion, Nürnberg
Áhorfendur: 41.000
Dómari: Frank De Bleeckere
18. júní 2006
  Brasilía 2-0   Króatía Allianz Arena, München
Áhorfendur: 66.000
Dómari: Markus Merk
Adriano 49, Fred 90
22. júní 2006
  Brasilía 4-1   Japan Westfalenstadion, Dortmund
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Éric Poulat
Ronaldo 45+1, 81, Juninho 53, Gilberto 59 Tamada 34
22. júní 2006
  Króatía 2-2   Ástralía Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Graham Poll
Srna 2, Kovač 56 Moore 38, Kewell 79

G riðill

breyta

Sviss fékk ekki á sig mark á heimsmeistaramótinu og sigraði í riðlinum. Frakkar tryggðu sér annað sætið með sigri á Tógó í lokaleiknum eftir tvö jafntefli.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Sviss 3 2 1 0 4 0 +4 7
2   Frakkland 3 1 2 0 3 1 +2 5
3   Suður-Kórea 3 1 1 1 3 4 -1 4
4   Tógó 3 0 0 3 1 6 -5 0
13. júní 2006
  Suður-Kórea 2-1   Tógó Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 48.000
Dómari: Graham Poll
Lee Chun-soo 54, Ahn Jung-hwan 72 Kader 31
13. júní 2006
  Frakkland 0-0   Sviss Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Valentin Ivanov
18. júní 2006
  Frakkland 1-1   Suður-Kórea Zentralstadion, Leipzig
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Benito Archundia
Henry 9 Park Ji-sung 81
19. júní 2006
  Tógó 0-2   Sviss Westfalenstadion, Dortmund
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Carlos Amarilla
Frei 16, Barnetta 88
19. júní 2006
  Tógó 0-2   Frakkland RheinEnergieStadion, Köln
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Jorge Larrionda
Vieira 55, Henry 61
23. júní 2006
  Sviss 2-0   Suður-Kórea Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Horacio Elizondo
Senderos 23, Frei 77

H riðill

breyta

Yfirburðir Spánverja í riðlinum voru miklir. Þrátt fyrir stórt tap í fyrsta leik fylgdu Úkraínumenn þeim eftir í útsláttarkeppnina.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Spánn 3 3 0 0 8 1 +7 9
2   Úkraína 3 2 0 1 5 4 +1 6
3   Túnis 3 0 1 2 3 6 -3 1
4   Sádi-Arabía 3 0 1 2 2 7 -5 1
14. júní 2006
  Spánn 4-0   Úkraína Zentralstadion, Leipzig
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Massimo Busacca
Alonso 13, Villa 17, 48, Torres 81
14. júní 2006
  Túnis 2-2   Sádi-Arabía Allianz Arena, München
Áhorfendur: 66.000
Dómari: Mark Shield
Jaziri 23, Jaïdi 90+2 Al-Qahtani 57, Al-Jaber 84
14. júní 2006
  Úkraína 4-0   Sádi-Arabía Volksparkstadion, Hamburg
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Graham Poll
Rusol 4, Rebrov 36, Shevchenko 46, Kalynychenko 84
19. júní 2006
  Túnis 1-3   Spánn Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Carlos Simon
Mnari 8 Raúl 71, Torres 76, 90+1
23. júní 2006
  Spánn 1-0   Sádi-Arabía Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern
Áhorfendur: 46.000
Dómari: Coffi Codjia
Juanito 36
23. júní 2006
  Úkraína 1-0   Túnis Ólympíuleikvangurinn, Berlín
Áhorfendur: 72.000
Dómari: Carlos Amarilla
Shevchenko 70

Útsláttarkeppnin

breyta

Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.

16-liða úrslit

breyta

Tvö þýsk mörk á fyrstu tólf mínútunum gerðu út um HM-drauma Svía. Argentínumenn þurftu framlengingu til að leggja Mexíkó að velli. Aukaspyrnumark frá David Beckham kom Englendingum í fjórðungsúrslitin. Gríðarleg harka einkenndi sigurleik Portúgala á Hollendingum, þar sem sextán gul spjöld og fjögur rauð fóru á loft, nýtt met í sögu HM.

Francesco Totti skoraði úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma í leik gegn Áströlum sem sagður var sá leiðinlegasti í sögu keppninnar. Svisslendingar settu óheppilegt met þegar þeir urðu fyrsta liðið til að mistakast að skora í vítakeppni í viðureign sinni við Úkraínu. Brasilía átti ekki í vandræðum með að sigra Gana. Tveimur árum síðar staðhæfði þýska blaðið Der Spiegel að úrslit leiksins kunni að hafa tengst asísku veðmálasvindli. Spánverjar komust yfir á móti Frökkum sem svöruðu með þremur mörkum.

24. júní 2006
  Þýskaland 2-0   Svíþjóð Allianz Arena, München
Áhorfendur: 66.000
Dómari: Carlos Simon, Brasilíu
Podolski 4, 12
24. júní 2006
  Argentína 2-1 (e.framl.)   Mexíkó Zentralstadion, Leipzig
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Massimo Busacca, Sviss
Crespo 10, Rodríguez 98 Márquez 6
25. júní 2006
  England 1-0   Ekvador Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Frank De Bleeckere, Belgíu
Beckham 60
25. júní 2006
  Portúgal 1-0   Holland Frankenstadion, Nürnberg
Áhorfendur: 41.000
Dómari: Valentin Ivanov, Rússlandi
Maniche 23
26. júní 2006
  Ítalía 1-0   Ástralía Fritz-Walter leikvangurinn, Kaiserslautern
Áhorfendur: 46.000
Dómari: Luis Medina Cantalejo, Spáni
Totti 90+5 (vítasp.)
26. júní 2006
  Úkraína 0-0 (3-0 e.vítake.)   Sviss RheinEnergieStadion, Köln
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Benito Archundia, Mexíkó
27. júní 2006
  Brasilía 3:0   Gana Westfalenstadion, Dortmund
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Ľuboš Micheľ, Slóvakíu
Ronaldo 5, Adriano 45+1, Zé Roberto 84
27. júní 2006
  Spánn 1-3   Frakkland Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Roberto Rosetti, Ítalíu
Villa 28 (vítasp.) Ribéry 41, Vieira 83, Zidane 90+2

Fjórðungsúrslit

breyta

Hvorki Þjóðverjar né Argentínumenn höfðu tapað vítaspyrnukeppni áður en grípa þurfti til hennar í lok viðureignar liðanna, þar sem heimamenn reyndust skotvissari. Ítalir áttu ekki neinum vandræðum með úkraínska liðið í sinni viðureign. Portúgalir slógu Englendinga úr leik í vítaspyrnukeppni þar sem þrjár spyrnur Englendinga fóru í súginn. Brasilíska liðið náði aðeins einu skoti á mark Frakka í lokaleik fjórðungsúrslitanna þar sem mark frá Thierry Henry skildi að liðin.

30. júní 2006
  Þýskaland 1-1 (5-3 e.vítake.)   Argentína Ólympíuleikvangurinn, Berlín
Áhorfendur: 72.000
Dómari: Ľuboš Micheľ, Slóvakíu
Klose 80 Ayala 49
30. júní 2006
  Ítalía 3-0   Úkraína Volksparkstadion, Hamborg
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Frank De Bleeckere, Belgíu
Zambrotta 6, Toni 59, 60
1. júlí 2006
  England 0-0 (1-3 e.vítake.)   Portúgal Arena AufSchalke, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Horacio Elizondo, Argentínu
1. júlí 2006
  Brasilía 0-1   Frakkland Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 48.000
Dómari: Luis Medina Cantalejo, Spáni
Henry 57

Undanúrslit

breyta

Í fjórða sinn í sögunni voru öll liðin í undanúrslitum evrópsk. Það gerðist áður árin 1934, 1966 og 1982. Leikur heimamanna og Ítala stefndi í vítaspyrnukeppni þar sem markalaust var fram á 118. mínútu en þá skoruðu bláklæddir tvívegis. Vítaspyrnumark frá Zinidine Zidane í fyrri hálfleik réð úrslitum í viðureign Portúgala og Frakka.

4. júlí 2006
  Þýskaland 0-2 (e.framl.)   Ítalía Westfalenstadion, Dortmund
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Benito Archundia, Mexíkó
Grosso 119, Del Piero 120+1
5. júlí 2006
  Portúgal 0-1   Frakkland Allianz Arena, München
Áhorfendur: 66.000
Dómari: Jorge Larrionda, Úrúgvæ
Zidane 33 (vítasp.)

Bronsleikur

breyta

Bastian Schweinsteiger skoraði tvívegis í 3:1 sigri heimamanna á Portúgal. Gestgjafarnir komust í 3:0 áður en Portúgölum tókst að klóra í bakkann og koma þar með í veg fyrir að Oliver Kahn héldi hreinu í lokaleik sínum fyrir landsliðið.

8. júlí 2006
  Þýskaland 3-1   Portúgal Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart
Áhorfendur: 52.000
Dómari: Toru Kamikawa, Japan
Schweinsteiger 56, 78, Petit 60 (sjálfsm.) Nuno Gomes 88

Úrslitaleikur

breyta

Bæði lið skoruðu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Zinedine Zidane skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu. Hann átti þó eftir að koma við sögu á annan hátt en hann fékk rautt spjald í lok framlengingar eftir að hafa skallað Marco Materazzi í bringuna. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Ítalir skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum en David Trezeguet átti sláarskot fyrir Frakka.

9. júlí 2006
  Ítalía 1-1 (6-4 e.vítake.)   Frakkland Ólympíuleikvangurinn, Berlín
Áhorfendur: 69.000
Dómari: Horacio Elizondo, Argentínu
Materazzi 19 Zidane 7 (vítasp.)

Markahæstu leikmenn

breyta

Miroslav Klose hreppti gullskó FIFA með fimm mörk skoruð. Alls voru 147 mörk skoruð af 110 leikmönnum, þar af voru fjögur sjálfsmörk.

5 mörk
3 mörk

Heimildir

breyta
  NODES
languages 1
os 33