Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er þverpólitísk hreyfing þeirra sem eru andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hreyfingin var stofnuð 27. júní 2002. Ragnar Arnalds var kjörinn fyrsti formaður hennar og gegndi hann þeirri stöðu þar til 15. nóvember 2009. Síðan hafa formenn verið Ásmundur Einar Daðason (2009-2013) og Vigdís Hauksdóttir (frá 2013). Varaformaður frá árinu 2013 er Jón Bjarnason.

Í stjórn Heimssýnar sitja samtals 41 einstaklingar.

Á heimasíðu Heimssýnar segir að hreyfingin telji „hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.“ Þá kemur fram að í kjölfar stofnfundar hennar árið 2002 hafi eftirfarandi ávarp verið birt í helstu prentmiðlum landsins undirritað af rúmlega eitt hundrað stofnfélögum:

„Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fámennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálfstæðinu. Við undirrituð leggjum áherslu á vinsamleg samskipti og víðtæka samvinnu við aðrar þjóðir í Evrópu og heiminum öllum en teljum það ekki samrýmast hagsmunum Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Við hvetjum til opinnar umræðu um Evrópu- og alþjóðasamstarf á þessum grunni og höfum stofnað samtök sem bera heitið Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum.“

Tenglar

breyta
  NODES