Herúlakenningin er nafn á tilgátu Barða Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar, um að Íslendingar séu afkomendur Herúla og séu að uppruna sérstakur þjóðflokkur, aðgreindur frá öðrum þjóðflokkum á Norðurlöndum. Barði færði rök fyrir þessari tilgátu sinni í sex ritgerðum sem nefndust „Uppruni íslenzkrar skáldmenntar I-VI“ í menningartímaritinu Helgafelli árin 1942 til 1945. Herúlatilgátan kemur einkum fram í síðustu greininni, en áður færir hann rök fyrir þeim mun sem hann taldi vera á miðaldamenningu á Íslandi annars vegar og í Noregi og Danmörku hins vegar. Greinarnar vöktu mikla athygli á sínum tíma. Þær voru endurbirtar ásamt fleiri greinum Barða í bókinni Uppruni Íslendinga árið 1959.

Hlekkir

breyta
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES