Herne
Herne er borg í sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalía í Þýskalandi. Hún er á Ruhr-svæðinu milli borganna Bochum og Gelsenkirchen. Íbúar voru 157.000 árið 2020.
Herne stækkaði ört á 19. öld þegar kolaiðnaður byggðist þar upp. Borgin skemmdist fremur lítið í seinni heimsstyrjöld miðað við nágrannaborgirnar.