Heyannir

Mánuður í norræna tímatalinu

Heyannir er tíundi mánuður ársins og fjórði sumarmánuður samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Hann hefst alltaf á sunnudegi eftir aukanætur á miðju sumri og var því oft sjálfur nefndur Miðsumar, í 14. viku sumars annars þeirri 15. ef sumarauki er, á tímabilinu 23. til 30. júlí.

Svo lýsir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal mánuðinum í riti sínu, Atli frá árinu 1780:

Heyannir er mánuður sá, sem sól hleypur um ljónsmerki. Nafn þessa mánaðar sýnir hvað þá skal iðja. Því nú er komið að því ábatasamasta verki hér á landi, sem er að afla heys, og meta það flestir menn öðrum framar. Sláttur byrjar venjulega að miðju sumri. Vökva menn plöntur einu sinni í viku, með sjóvatni en öðru vatni annars, ef miklir þurkar ganga. Nú má safna Burkna, hann er góður að geyma í honum vel þurrum egg, rætur og epli, sem ei mega út springa, hann ver og mokku og fúa. Líka hafa menn brúkað ösku í hans stað. Kornsúru og kúmeni má nú safna. Mitt í þessum mánuði er sölvatekjutími.

Heimildir

breyta
  • Björn Halldórsson (1780). Atli.

Tenglar

breyta
  NODES