Hlíðarendahverfi er nýr hverfahluti í Hlíðum í Reykjavík, rétt við íþróttaaðstöðu Vals að Hlíðarenda. Hverfið er hannað sem randbyggð með görðum milli samfelldra raða fjölbýlishúsa á fjórum reitum sem afmarkast af Nauthólsvegi í suðri og vestri, Valshlíð í norðri og Hlíðarenda í vestri. Göturnar á milli húsaþyrpinganna heita Smyrilshlíð, Fálkahlíð og Haukahlíð. Áætlað er að fullbyggt verði hverfið með um 800 íbúðir, en gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á fyrstu hæðum. Framkvæmdir við byggingu hverfisins hófust árið 2015 og fyrstu íbúðirnar fóru í sölu árið 2018.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1