Hnísa, einnig nefnd selhnísa, (fræðiheiti: Phocoena phocoena) er sjávarspendýr af ætt tannhvala eins og höfrungar.

Hnísa
Hnísa
Hnísa
Stærðarsamanburður við meðal mann
Stærðarsamanburður við meðal mann
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: DýraríkiAnimalia
Fylking: Seildýr Chordata
Flokkur: Spendýr Mammalia
Undirflokkur: Legkökuspendýr Eutheria
Ættbálkur: Hvalir Cetacea
Undirættbálkur: Tannhvalir Odontoceti
Ætt: Phocoenidae Hnísuætt
Ættkvísl: Phocoena Hnísa
Tegund:
P. phocoena

Tvínefni
Phocoena phocoena
Linnaeus, 1758
Útbreiðslusvæði hnísu
Útbreiðslusvæði hnísu

Lýsing

breyta

Hnísan er minnsti tannhvalurinn við Ísland. Fullvaxin karldýr eru tæpir tveir metrar á lengd og vega u.þ.b. 70 kg.  Kvendýrin eru 1,4-1,9 m löng og vega 55-70 kg. Hnísan er dökkgrá að ofan, ljósari á síðum og hvít á kviði.  Dökkar rákir eru milli bægsla og munnvika.  Bakugginn er lágur, ávalur og afturhallandi.  Tennurnar eru 40-60 í hvorum skolti. Hnísurnar geta orðið um 30 ár gamlar.   

Fæða

breyta

Helsta fæða hnísu eru ýmsir smáfiskar, síli, loðna og síld. Hnísur kafa ekki eins djúpt og aðrar tegundir og er köfunartími um 2-6 mínútur. Þær synda hægt og liggja oft hreyfingalausar í yfirborði í langan tíma.Talsvert er um það að hnísur festist í fiskinetum einkum hrognkelsanetum og drepist.

Fjöldi og dreifing

breyta

Hnísa er minnsta hvalategundin hér við Ísland en er afar algeng. Stofninn við landið er líklega um 43 þúsund dýr.[1] Hnísur eru hópdýr þó svo að stundum megi rekast á stök dýr. Hnísur er helst að finna inni á fjörðum og flóum enda veiða þær við botninn á fremur grunnu vatni. Hnísan heldur sig aðallega í Norðurhöfum, Atlantshafi og Kyrrahafi.  Kvendýr verða kynþroska 3-4 ára og fæða venjulega einn kálf á ári.  Meðgöngutíminn er 10-11 mánuðir.  Karldýrin verða kynþroska nokkru eldri.  Hnísan var áður veidd við Ísland einkum úti af Breiðafirði og Vestfjörðum en í dag eru einungis nýtt dýr sem fyrir slysni festast í netum. 

Tenglar

breyta
  • „Hvar lifir hnísan?“. Vísindavefurinn.

erlendir

Heimildir

breyta
  1. Ágúst Ingi Jónsson, „Yfir 300 þúsund stórhveli í N-Atlantshafi“, Mbl.is 24. janúar 2021 (skoðað 7. október 2021).
  NODES