Hokkaidō

næststærst fjögurra aðaleyja Japans, landsvæði og stjórnsýsluumdæmi

Hokkaidō framburður (japanska: 北海道 Hokkaidō, þýðir bókstaflega: „Norðanhafsvegurinn“), áður þekkt sem Ezo, er næst stærsta eyja Japans og stærsta umdæmi hina 47 umdæma Japans. Tsugaru sundið aðskilur Hokkaidō frá eyjunni Honshu til suðurs, en Seikan göngin, sem eru neðansjávar-göng, tengja Hokkaidō við Honshu. Stærsta borgin í Hokkaidō, Sapporo, er einnig höfuðborg umdæmisins.

Hokkaidō

Saga Hokkaidō

breyta

Fornritið Nihonshoki (sem er oft kallað ferðasögur Japans) er sagt vera fyrsta skráða ritið sem minnist á Hokkaidō. Samkvæmt textanum, leiddi Abe no Hirafu fram stóran sjóher og landgönguher til norðursvæða frá 658 til 660 of komst í samband við Mishihase og Emishi. Einn af þeim stöðum sem var á leið Hirafu var nefndur Watarashima, og er það oft talið vera Hokkaidō nútímans. Hinsvegar hafa margar kenningar verið á sveimi sem draga í efa nákvæmni þessara atburða. Sem dæmi má taka staðsetningu Watarashima og sú trú að Emishibúar í Watarishiwa hafi í raun verið forfeður nútíma Ainubúa.

Á meðan á Nara og Heian tímabilunum stóð, versluðu íbúar Hokkaidō gjarnan við Denwa svæðið. Frá miðöldum var fólk frá Hokkaidō kallað Ezo. Um sama tíma varð Hokkaidō kallað Ezochi eða Ezogashime. Ezobúar veiddu sér aðalega til matar bæði á landi og á sjó og öðluðust hrísgrjón og járn í gegnum samskipti við Japani.

Landafræði

breyta
 
Sounkyo, gil á Daisetsu-zan eldfjalla svæðinu
 
Gervihnattarmynd af Hokkaidō.

Eyjan Hokkaidō er staðsett við norður enda Japans nálægt Rússlandi og strandlínur við Japanshaf, Okhrskhaf og Kyrrahaf. Miðja eyjunnar nokkurn fjölda af fjöllum og eldfjalla klettasvæðum. Það eru nokkrar stórar borgir í Hokkaidō svosem Sapporo og Asahikawa í miðju svæðinu og ströng Hakodate snýr að Honshū.

Nokkrar smáar eyjar fylgja umdæmi Hokkaidōs eins og Rishiri, Okushiri, and Rebun.

Jarðskjálftavirkni

breyta

Jarðskjálfti sem mældist 8 á Richter varð nálægt Hokkaidō 25. september árið 2003 klukkan 19:50:07 (UTC). Árið 1993 mældist annar jarðskjálfti 7,8 á Ricterskala, og oldi hann flóðbylgju (tsunami) sem gereyðilagði Okushiri.

Tengt efni

breyta

Höfundur manga og anime seríunnar, Full Metal Alchemist, Hiromu Arakawa fæddist í Hokkaidō.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Hokkaidō“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. mars 2006.

  NODES
Done 1
see 1