Hulda Vigdísardóttir
Hulda Vigdísardóttir (f. 1994) er íslenskur málfræðingur, þýðandi, útgefandi og fyrirsæta.
Vorið 2013 útskrifaðist hún frá Menntaskólanum í Reykjavík[1] og tveimur árum síðar brautskráðist hún með B.A.-próf í íslensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Ári síðar, í október 2016, lauk hún meistaraprófi þaðan í íslenskri málfræði, þá 22 ára.[2][3] Hulda er dóttir Vigdísar Hjaltadóttur og Steingríms Gunnarssonar.
Hulda tók þátt í Ljósmyndakeppni Íslands 2012–2013, raunveruleikaþætti á Skjá einum.[4] Hulda hafnaði í 2. sæti.
Árið 2018 gaf Hulda út íslenska þýðingu ævintýrsins um hnotubrjótinn og músakónginn eftir E. T. A. Hoffmann og var það í fyrsta sinn sem verkið kom út á íslensku.[5][6]
Hulda var krýnd Queen Beauty Iceland 2020 í Miss Universe Iceland og keppir fyrir Íslands hönd í Queen Beauty Universe.[7]
Tilvísanir
breyta- ↑ „„Myndi aldrei fara í hermannaföt"“. www.mbl.is. Sótt 12. janúar 2019.
- ↑ „Skilaði meistararitgerðinni 22 ára“. www.mbl.is. Sótt 12. janúar 2019.
- ↑ „Með meistaragráðu í málfræði í Miss Universe Iceland - Vísir“. visir.is. Sótt 12. janúar 2019.
- ↑ https://www.mbl.is/folk/frettir/2012/11/01/komust_afram_i_thattinn/
- ↑ https://bokmenntagagnryni.is/bok/hnotubrjoturinn-og-musakongurinn/[óvirkur tengill]
- ↑ „RÚV Sjónvarp“. Sótt 12. janúar 2019 – gegnum www.ruv.is.[óvirkur tengill]
- ↑ „Birta Abiba Þórhallsdóttir crowned Miss Universe Iceland 2019 | Angelopedia“. www.angelopedia.com (english). Sótt 3. september 2019.