Hvamm-Sturla Þórðarson bjó í Hvammi í Dölum. Hann var fæddur árið 1115 og dó 23. júlí 1183[1]. Foreldrar hans voru Vigdís Svertingsdóttir og Þórður Gilsson goði á Staðarfell í Dölum. Sturla var goði eins og faðir hans. Hann var stórbokki og lét aldrei sinn hlut fyrir nokkrum manni. Hann stóð í illdeilum við Pál Sölvason prest í Reykholti (f. 1118, d. 1185) og gekkst höfðinginn Jón Loftsson í Odda fyrir sáttum þeirra með því að bjóða Sturlu að fóstra yngsta son hans, Snorra.

Sturla var að minnsta kosti tvígiftur og var fyrri kona hans Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Þau áttu tvær dætur. Seinni eða síðasta kona hans var Guðný Böðvarsdóttir frá Görðum á Akranesi. Hún var móðir bræðranna Þórðar, Sighvatar og Snorra, sem mest koma við sögu í upphafi Sturlungaaldar. Sturla átti líka nokkrar frillur og með þeim að minnsta kosti sjö börn sem upp komust. Eitt þeirra var Þuríður, móðir Dufgusar Þorleifssonar og amma Dufgussona.

Heimildir

breyta
  1. Páll Eggert Ólason; Ólafur Þ. Kristjánsson; Jón Guðnason; Sigurður Líndal (1948). „Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940“. baekur.is. bls. 357. Sótt 14. maí 2021.
  NODES
languages 1
os 2