Innflytjendur á Íslandi

Innflytjendur á Íslandi voru þann 1. ágúst 2024 tæplega 80.000 eða um 20% mannfjöldans. [1]

Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 17,1% af mannfjöldanum. Á Vestfjörðum eru 19,9% og Suðurnesjum eru um 28% mannfjöldans innflytjendur (2020). Lægst er hlutfallið á Norðurlandi vestra, en þar eru 9,1% mannfjöldans innflytjendur eða börn þeirra. Um 2/3 innflytjenda búa á Höfuðborgarsvæðinu. [2].

Skilgreining

breyta

Innflytjandi er einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og báðar ömmur. Önnur kynslóð innflytjenda eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Fólk er talið hafa erlendan bakgrunn ef annað foreldrið er erlent.

Samsetning innflytjenda

breyta

Pólverjar eru fjölmennastir innflytjenda og eru 36% allra innflytjenda (2021). Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen (5,7%) og Filippseyjum (3,7%). Pólskir karlar eru 37,9% allra karlkyns innflytjenda. Litháenskir karlar eru næst fjölmennastir (6,4%) og síðan karlar með uppruna frá Rúmeníu (4,6%). Pólskar konur eru 33,5% kvenkyns innflytjenda og næst á eftir þeim eru konur frá Filippseyjum (5,6%), þá konur frá Litháen (4,9 %).

Atvinnuþátttaka

breyta

Rúmlega 84 prósent innflytjenda hér á landi eru virk á vinnumarkaði (2016). Er það mesta hlutfall innan OECD ríkja.[3]

Viðhorf til innflytjenda

breyta

Meirihluti Akureyringa telur gott fyrir Akureyri að útlendingar setjist hér að (2016). Um 60% aðspurðra sögðust mjög sammála eða frekar sammála fullyrðingunni að það væri gott fyrir Akureyri að útlendingar setjist hér að, 30% hvorki né en 11% reyndust ósammála. Ekki reyndist marktækur munur á viðhorfum Akureyringa til flóttamanna og annarra af erlendum uppruna.[4]

Aðlögun og tungumál

breyta

Í viðhorfskönnun meðal innflytjenda árið 2009 kom fram að ís­lensku­kunn­átta er það sem helst haml­ar því að fólk geti nýtt mennt­un sína að fullu í starfi. Meira en helm­ingi þátt­tak­enda fannst frek­ar eða mjög erfitt að læra ís­lensku og þá helst vegna þess hversu ís­lensk­an væri ólík móður­máli þeirra. Fjórðungur sagðist aldrei hafa sótt ís­lensku­nám­skeið og aðeins 18% höfðu sótt ís­lensku­nám­skeið þar sem kennt var á þeirra móður­máli. Meiri­hluti svar­enda sagði frek­ar eða mjög gott að búa á Íslandi.[5]

Í könnun árið 2019 voru 60% óánægðir með íslenskukennslu. Á Íslandi þarf að greiða fyrir námið, ólíkt í Noregi og Svíþjóð. [6]

Bent hefur verið á að námsframboð sé ekki nægilegt og að gjá sé á milli grunnnámskeiðs og háskólanáms í íslensku. [7]

Tengt efni

breyta

Aðflutningur

Tilvísanir

breyta
  1. Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi 1/8 2024
  2. Mannfjöldi Hagstofan, skoðað 16. sept, 2020.
  3. Mest atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi Rúv. Skoðað 23. mars, 2016
  4. AKUREYRINGAR JÁKVÆÐIR GAGNVART FLÓTTAFÓLKI OG INNFLYTJENDUM Akureyri.is. Skoðað 23. mars, 2016
  5. Rúm­lega helm­ing­ur inn­flytj­enda aðlag­ast vel Mbl.is. Skoðað 23. mars, 2016
  6. Íslenskukennslan fær falleinkunn Rúv, skoðað, 8. maí 2019.
  7. Of seint eftir tíu ár Mbl.is, sótt 25/3 2023
  NODES