Ísajos
(Endurbeint frá Isajos)
Ísajos (uppi á 4. öld f.Kr.) var einn af attísku ræðumönnunum tíu samkvæmt alexandrísku hefðinni. Hann var nemandi Ísókratesar í Aþenu en kenndi síðar Demosþenesi auk þess að vinna fyrir sér sem ræðuhöfundur fyrir aðra. Einungis ellefu ræður eru varðveittar eftir Ísajos auk brota úr þeirri tólftu. Þær fjalla að mestu leyti um erfðamál en ein þeirra fjallar um borgaraleg réttindi. Díonýsíos frá Halikarnassos líkti stíl hans við stíl Lýsíasar en Ísajos virðist hafa verið hrifnari af hvers kyns rökbrellum.