Isavia ohf. er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins sem sér um rekstur og viðhald flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á flugstjórnarsvæði Íslands sem nær auk Íslands yfir stórt svæði í Norður-Atlantshafi, meginhluta Grænlands og Færeyjar. Félagið varð til árið 2009 með sameiningu Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. sem batt enda á tímabil mikilla skipulagsbreytinga í íslenskum flugmálum sem stafaði annars vegar af vilja til þess að aðskilja rekstur flugvalla og flugþjónustu frá stjórnsýslu- og eftirlitshlutverki Flugmálastjórnar Íslands (nú Samgöngustofu) og hins vegar brotthvarfi Varnarliðsins og yfirtöku íslenska ríkisins á rekstri Keflavíkurflugvallar.

  NODES