Jón Halldórsson (biskup)

Jón Halldórsson (d. 2. febrúar 1339) var biskup í Skálholti á 14. öld. Hann er yfirleitt talinn hafa verið norskur en vitað er að móðir hans hét Freygerður og það nafn er eingöngu þekkt úr íslenskum heimildum, sem kann að benda til þess að hann hafi verið af íslenskum ættum en uppalinn í Björgvin í Noregi, þar sem Kári bróðir hans var einnig munkur.

Hann ólst upp í klaustri dóminíkana í Björgvin, gekk ungur í reglu þeirra og lærði á vegum þeirra bæði guðfræði í París og kirkjurétt í Bologna á Ítalíu, var talinn mjög vel lærður og talaði svo mjúklega latínu sem móðurmál sitt. Hann var valinn biskup eftir lát Gríms Skútusonar og vígður 1. ágúst 1322. Hann sat í Noregi um veturinn en kom til Íslands 1323; „kom út Jón biskup Freygerðarson“, segir í Flateyjarannál.

Hann kom á ýmsum mikilvægum umbótum í kirkjurétti á Íslandi, en var einkum minnst sem predikara og sagnamanns. Til er safn af sögum sem hafðar eru eftir honum sem margar hverjar sverja sig í ætt við skemmtisögur golíarða frá Suður-Evrópu eins og finna má í verkum Francesco Petrarca og Giovanni Boccaccio. Veturinn 1338-1339 var hann í Björgvin og dvaldi í klaustrinu þar sem hann hafði alist upp. Þar veiktist hann og dó á kyndilmessu 1339. Hann þótti hafa verið einn hinn röggsamlegasti þeirra útlendu biskupa sem hér voru.

Heimildir

breyta
  • Shaun F. D. Hughes, 'Klári saga as an Indigenous Romance' í Romance and Love in Late Medieval and Early Modern Iceland, ritstj. Kirsten Wolf og Johanna Denzin, Islandica 54 (Ithaca, NY: Cornell University Library, 2008), bls. 135-164.


Fyrirrennari:
Grímur Skútuson
Skálholtsbiskup
(13221339)
Eftirmaður:
Jón Indriðason


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1