Jökulsá í Lóni er jökulá á Suðausturlandi. Hún á upptök sín í Austur-Vatnajökli, nánar tiltekið Vesturdalsjökli. Hún rennur í gegnum hrikalegt landslag Lónsöræfa áður en hún kemur niður á flæðurnar í Lóni og lýkur sinni ferð í Lónsvík. Árið 2004 var opnuð göngubrú, sú stærsta á landinu, þar sem áin kemur niður að að Eskifelli. Áður hafði verið gerð göngubrú árið 1953 í Nesi nálægt Illakambi.

Jökulsáin þar sem hún kemur niður að Lóni.
  NODES
languages 1