Koffín

(Endurbeint frá Koffein)

Koffín[1] (áður kaffín[1] enska caffeine) er beiskjuefni (alkaloid) sem finnst meðal annars í kaffibaunum, tei, kakóbaunum, kólahnetum og guarana og er náttúrulegur hluti þessara efna. Kaffín hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið, hjartað og öndun. Það hefur einnig þvaglosandi áhrif. Kaffíni er svo einnig bætt í sum matvæli, líkt og kókdrykki, hvort sem það er til að bæta bragðið eða gera þá sem drekka kókdrykkina háðari þeim. Einnig eru til kaffínpillur sem voru afar vinsælar hjá stúdentum. Kaffín í sínu hreinasta formi er hins vegar afskaplega beiskt, hvítt duft.

Kaffín sameind

Magn kaffíns í matvælum

breyta

Venjulegur kaffibolli inniheldur 100 til 200 milligrömm af koffíni og skyndikaffi (espresso) um 100 milligrömm. Afar mismunandi kaffínmagn getur verið í tei eða frá 20 til yfir 100 milligrömm í hverjum tebolla. Magn kaffíns í kakói er hins vegar um 5 milligrömm í bolla. Í lítilli kókdós (33 sentilítrar) er magn koffíns allt að 32 milligrömm. Kaffínpillur innihalda vanalega jafn mikið koffín og einn kaffibolli hver.

Líffræðileg áhrif koffíns

breyta

Koffín er talið verka á heilann með því að hamla adenósín viðtaka. Þegar adenósín tengist raftaka taugafrumu hægir það á virkni hennar. Slíkt gerist til dæmis í svefni. Kaffínsameindin getur bundist viðtökunum og þannig hindrað adenósín í að komast að þeim, sem merkir að ekki getur hægst á virkni frumunnar. Í kjölfarið seytir fruman adrenalíni sem veldur meðal annars auknum hjartslætti og blóðþrýstingi, auknu blóðflæði til vöðva og minni til húðar og innri líffæra. Auk þessa eykur kaffín magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Kaffín hverfur fljótt úr heilanum og, öfugt við til dæmis áfengi, eru áhrif þess skammvinn. Kaffín truflar ekki einbeitingu (sumir segja þvert á móti) og annað hugarstarf.

Mikil neysla kaffíns getur valdið tilhliðrun. Þegar inntöku þess er svo hætt er líkaminn ofurnæmur fyrir adenósín sem veldur því að blóðþrýstingur fellur mikið og sem leiðir til höfuðverkjar ásamt öðrum einkennum.

Of mikil neysla kaffíns getur leitt til vímu. Einkenni þess eru meðal annars eirðarleysi, taugaveiklun, svefnleysi, niðurgangur og meltingartruflanir. Þessi einkenni geta komið fram eftir aðeins 250 milligrömm. Meira en 1 gramm á dag getur leitt til vöðvakippa, sundurlausra hugsana og tals auk hjartsláttartruflana. Kaffíneitrun getur leitt til einkenna sem líkjast felmstursröskun (e. panic disorder) og almennri kvíðaröskun.

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Orðið „koffín“[óvirkur tengill]
    Athugasemd
    Áður þýtt sem „kaffín“ en breytt 2009 til samræmis við Stafsetningarorðabókina.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES