Kynfruma er fruma (þ.e. sæðisfruma eða eggfruma), gró eða frjókorn sem notast við rýriskiptingu. Við frjóvgun blandast sæðis- og eggfrumur saman til að mynda okfrumu. Okfruman skiptist þá upp með jafnskiptingu. Sumar tegundir sem kynæxlast framleiða kynfrumur af ólíkum stærðum — í mönnum eru eggfruman um 100.000 sinnum stærri en sæiðsfruman). Aðrir tegundir framleiða kynfrumur af sömu stærð og lögun. Ein kynfruma ber helming erfðaupplýsinga um einstakling.

Í mönnum hefur kynfruman áhrif á kyni okfrumunnar. Eggfruman getur aðeins borið X-litning (af X- og Y-litningunum) en sæðisfruman getur borið annaðhvort X eða Y, þannig það er sæðisfruman sem ræður kyni okfrumunnar. Ef okfruman hefur tvo X-litninga þróast hún í kvenmann, en ef hún hefur einn X- og einn Y-litning þróast hún í karlmann. Aftur á móti í fuglum er það eggfruman sem ræður kyni okfrumunnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES