Landshöfðingi
Landshöfðingi var æðsti embættismaður danska ríkisins á Íslandi á árunum 1873-1904, er Ísland var enn hluti af því. Landshöfðingi sat á Alþingi fyrir hönd konungs og veitti umsagnir um frumvörp sem bárust konungi til staðfestingar. Við hann er kennt Landshöfðingjatímabilið í íslenskri sögu. Landshöfðingjanum til aðstoðar var landshöfðingjaritari.
Landshöfðingjaembættið var stofnað árið 1872 með setningu Stöðulaganna og tók embættið við embætti stiftamtmanns. Þegar Hilmar Finsen var skipaður fyrsti landshöfðingi Íslands árið 1873 varð það tilefni mikils hneykslismáls. Með þessu þótti mörgum Íslendingum Danir ganga of langt í stjórn sinni á Íslandi þar sem Hilmar var dansk-íslenskur, fæddur og uppalinn í Danmörku og þótti þannig líklegri til að taka málstað Dana heldur en Íslendinga (sjá Landshöfðingjahneykslið). Enn fremur voru Stöðulögin sett einhliða af hálfu danska þingsins og voru Íslendingar ekki hafðir með í ráðum. Á þessu var þó ráðin nokkur bót árið 1874 þegar Íslendingar fengu nýja stjórnarskrá.
Landshöfðingjar á Íslandi
breyta- Hilmar Finsen (1873-1882)
- Bergur Thorberg (1882-1886)
- Magnús Stephensen (1886-1904)
Heimildir
breyta- Íslenska Alfræðiorðabókin, 2. bindi, Ritstjórar Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir, Bókaútgáfan Örn og Örlygur, án útgst, 1990.
Tenglar
breyta- Síðustu embættishöfðingjarnir eftir Gunnar Karlsson
- Niður með landshöfðingjann; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1953