Laugarvatn (þorp)

(Endurbeint frá Laugarvatn)

Laugarvatn er þorp við samnefnt vatn í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu. Íbúar voru 163 árið 2015. Á Laugarvatni er Menntaskólinn að Laugarvatni og Íþróttakennaraskóli Íslands og hefur myndast þorp kringum hann. Áður var það héraðsskóli, og stendur skólahúsið enn uppi að hluta. Þar eru tvö Eddu hótel og skipulagt tjaldsvæði með þjónustumiðstöð. Þar, sem víða í uppsveitum Árnessýslu, er jarðhiti mikill og því góð baðastaða í og við Laugarvatn er m.a. sundlaug og gufubað. Í nágrenni Laugarvatns hefur risið mikil sumarbústaðabyggð og eiga mörg stéttarfélög bústaði þar sem og einstaklingar. Skóglendi er mikið og víðlent og fallegar ár og lækir renna þar um.

Laugarvatn.
Laugarvatn, 1934.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1