Lehman Brothers

bandarískur gjaldþrota fjárfestingabanki

Lehman Brothers var bandarískur fjárfestingabanki sem varð gjaldþrota 15. september 2008. Þetta var stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna en útistandandi skuld fyrirtækisins nam 613 milljörðum Bandaríkjadölum.[1] Stuttu áður var Lehman Brothers talinn fjórði stærsti fjárfestingarbankinn í Bandaríkjunum á eftir Goldman Sachs, Morgan Stanley og Merrill Lynch.

Lehman Brothers Inc.
Merki Lehman Brothers
Rekstrarform Alþjóðlegt fjármálaþjónustufyrirtæki
Stofnað 1850
Stofnandi Henry, Emanuel og Meyer Lehman
Örlög Varð gjaldþrota þann 15. September 2008
Staðsetning New York City, New York, BNA
Lykilpersónur Robert Lehman
Pete Peterson
Richard Fuld
Starfsemi Fjárfestingaþjónsta
Fjárfestingabankastarfsemi
Fjárfestingastjórnun
Starfsfólk 27,200 (2008)
Vefsíða www.lehman.com/

Fall Lehman Brothers setti af stað atburðarás sem leiddi til bankahruns á Íslandi. Stjórnendur íslenska bankans Glitnis sáu sig nauðbeygða til þess að falast eftir neyðarláni hjá Seðlabanka Íslands, sem ákvað að láta Glitni fara í þrot, tveimur vikum eftir fall Lehman Brothers.

Tilvísanir

breyta
  NODES
languages 1