Linda Pétursdóttir

íslensk fegurðardrottning

Linda Pétursdóttir (f. 27. desember 1969) er íslensk fegurðardrottning, fyrirsæta og fyrrum eigandi heilsuhúsins Baðhússins í Reykjavík. Linda varð hvoru tveggja Ungfrú Ísland og Ungfrú heimur árið 1988.

Foreldrar hennar eru Pétur Olgeirsson skipstjóri og Ása Hólmgeirsdóttir. Hún á tvö systkini og er miðbarn. Linda ólst upp á Húsavík til 10 ára aldurs en flutti þaðan til Vopnafjarðar. Árið 2003 kom út ævisaga hennar sem hún reit ásamt Reyni Traustasyni. Bókin bar nafnið Linda ljós & skuggar og í henni sagði hún frá lífi sínu, kærustum og baráttunni við bakkus.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES