Luchino Visconti di Modrone, greifi af Lonate Pozzolo (2. nóvember 190617. mars 1976) var ítalskur kvikmyndaleikstjóri. Faðir hans var hertogi af Grazzano og fjölskylda hans með þeim ríkustu á allri Norður-Ítalíu. Þrítugur fór hann til Parísar þar sem hann varð aðstoðarmaður Jean Renoir. Í Síðari heimsstyrjöldinni varð hann hluti af hópnum í kringum Vittorio Mussolini og tímaritið Cinema. Sína fyrstu kvikmynd, Heltekinn (Ossessione), gerði hann 1943 í anda ítalska nýraunsæisins eftir skáldsögunni Pósturinn hringir alltaf tvisvar. Myndin var bönnuð af leppstjórn fasista á Norður-Ítalíu.

Luchino Visconti

Visconti hélt áfram að gera myndir í anda nýraunsæisins allan 6. áratuginn en eftir 1960 tóku myndir hans að snúast meira um hnignun aðalsins. 1963 gerði hann stórmyndina Hlébarðinn eftir sögu Giuseppe Tomasi di Lampedusa. 1969 kom síðan út Ragnarök, Dauðinn í Feneyjum 1972 og Ludwig 1975 sem eru saman kallaðar „þýski þríleikurinn“. Á sama tíma fékkst hann við óperuleikstjórn og stjórnaði meðal annars nokkrum frægum uppfærslum með Mariu Callas í La Scala á 6. áratugnum.

  NODES