Málning er litaður þornandi vökvi sem borinn er á undirlag til að lita það og/eða verja gegn skemmdum með því að þekja það ógagnsærri, þurri filmu. Meginhlutar málningar eru bindiefnið (sem oftast skilgreinir hverrar tegundar málningin er), litarefni, leysiefni, fylliefni og hjálparefni. Hluti málningarinnar (leysiefni og ýmis hjálparefni) gufar upp þegar hún þornar en hluti verður eftir í filmunni (þurrefnisinnihald). Málning getur verið eðlisþornandi eða efnisþornandi eftir því hvort hún þornar við uppgufun leysiefnisins (s.s. akrýlmálning) eða við efnahvörf í bindiefninu (s.s. alkýðmálning).

Þornuð græn málning
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES