Madison Square Garden

40°45′2″N 73°59′37″V / 40.75056°N 73.99361°V / 40.75056; -73.99361

Madison Square Garden árið 2013.
Íshokkíleikur í M.S.G.

Madison Square Garden (einnig kallað MSG eða The Garden) er mannvirki á í mið-Manhattan í New York sem er notað fyrir íþróttaviðburði eins og körfubolta, íshokkí og hnefaleika. Ennfremur er það til dæmis notað fyrir tónleika, sýningar og sirkusa. Íshokkíliðið New York Rangers og körfuboltaliðið New York Knicks eiga sinn heimavöll í MSG. Það er nefnt eftir James Madison, fjórða forseta Bandaríkjanna og er elsta stóra íþróttamannvirki New York-borgar. 320 viðburðir eru þar á ári að meðaltali og komast tæp 20.000 manns þar fyrir.

Fyrstu tvö mannvirkin sem hétu nafninu Madison Square Garden voru byggð árið 1879 and 1890 og voru staðsett á Madison-torgi. Þriðja samnefnt mannvirki var byggt árið 1925 á horni 8. breiðgötu og 50. strætis. Mannvirkið sem stendur núna er á horni 5. breiðgötu og Broadway og var reist fyrst árið 1968. Endurbætur voru gerðar 1989-1991 og 2011-2013.

Heimild

breyta
  NODES