Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir (f. 25. júlí 1986) er íslensk fyrrum knattspyrnukona. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og hóf ferilinn aðeins 15 ára gömul með ÍBV í úrvalsdeild kvenna. Síðar hélt hún til Vals þar sem hún vann 4 Íslandsmeistaratitla. Hún skoraði meira en 200 mörk í úrvalsdeild kvenna á Íslandi og er önnur til að gera það og varð fimm sinnum markahæst í deildinni.
Margrét Lára Viðarsdóttir | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Margrét Lára Viðarsdóttir | |
Fæðingardagur | 25. júlí 1986 | |
Fæðingarstaður | Vestmannaeyjar, Ísland | |
Leikstaða | framherji | |
Yngriflokkaferill | ||
ÍBV | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2000-2004 | ÍBV | 40 (48) |
2004-2006 | Valur | 28 (57) |
2006-2007 | FCR Duisburg | 0 (0) |
2007-2008 | Valur | 34 (70) |
2009 | Linköpings FC | 12 (2) |
2009-2011 | Kristianstads DFF | 51 (27) |
2012 | Turbine Potsdam | 7 (1) |
2012-2015 | Kristianstads DFF | 50 (21) |
2016-2019 | Valur | 41 (32) |
Landsliðsferill2 | ||
2001-2003 2001-2004 2003-2006 2003-2019 |
Ísland U-17 Ísland U-19 Ísland U-21 Ísland |
15 (6) 15 (13) 13 (11) 124 (79) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Margrét spilaði í Svíþjóð og Þýskalandi á ferlinum, lengst af með Kristianstad. Hún og keppti í meistaradeild Evrópu og varð markahæst þrisvar.
Hún hlaut útnefningu Samtaka íþróttafréttamanna sem Íþróttamaður ársins 2007. Margrét er markahæsta landsliðskona Íslands með 79 mörk. Hún lagði skóna á hilluna árið 2019. [1] Hún er sálfræðingur að mennt og starfar sem slíkur.
Afrek
breyta- Markahæsti leikmaður efstu deildar árin 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008.
- Markahæsti leikmaður Evrópukeppni félagsliða kvenna 2007 og 2008.
- Markahæsti leikmaður undankeppni EM 2009.
- Hefur mest skorað 7 mörk í einum leik í efstu deild.
- Flest mörk skoruð á einu keppnistímabili í efstu deild á Íslandi, 38 mörk í 16 leikjum.
- Íslandsmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni.
- Markadrottning í Damallsvenskan 2011.
- Þrisvar markahæst í Meistaradeild Evrópu.
Viðurkenningar
breyta- Efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og 2004.
- Íþróttamaður Vestmannaeyja 2004.
- Knattspyrnukona ársins 2004, 2006, 2007 og 2008.
- Íþróttamaður ársins árið 2007.
Tengill
breyta- ↑ Margrét Lára hættir í fótbolta Rúv, skoðað,26. nóvember, 2019.