Matkempa

(Endurbeint frá Matkempingur)

Matkempa (eða ætisveppur) (fræðiheiti Agaricus bisporus) er kemputegund og algengur matsveppur. Á Íslandi hefur svepparæktun nánast einskorðast við þessa tegund, en tveir stofnar hennar eru algengastir, hvítir og brúnleitir.

Matkempa

Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Agaricomycetes
Undirflokkur: Homobasidiomycetidae
Ættbálkur: Kempubálkur (Agaricales)
Ætt: Kempuætt (Agaricaceae)
Ættkvísl: Agaricus
Tegund:
A. bisporus

Tvínefni
Agaricus bisporus
(J.E.Lange) Imbach

Ræktun

breyta

Ræktun á Agaricus bisporus hófst í Frakklandi þegar grasafræðingurinn Olivier de Serres tók eftir að þegar sveppaþræðir voru fluttir á nýjan stað þá uxu þar upp sveppir. Í fyrstu fór svepparækt þannig fram að ræktendur leituðu að stöðum á túnum og engjum þar sem sveppir uxu og settu moldina þar út í rotmassa. Árið 1893 var fundin aðferð til að framleiða hreint sveppaþel. Ræktuðu sveppirnir voru í fyrstu ljósbrúnir en árið 1926 fann sveppabóndi í Pennsylvaníu hvítt afbrigði í svepparækt sinni og varð það vinsælt og er þetta stökkbreytta afbrigði nú mikið ræktað.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES