Metal Gear Solid (skammstafað MGS) er „stealth“-tölvuleikur eftir Hideo Kojima fyrir PlayStation-leikjatölvuna. Metal Gear Solid er framhald af Metal Gear-seríunni sem kom fyrst fram á sjónarsviðið seint á níunda áratugnum og var þemað að komast framhjá óvinum án þess að lenda í skotbardaga. Það komu aðeins tveir leikir úr þeirri seríu: Metal Gear og Metal Gear 2: Solid Snake. Leikurinn kom út í Japan í september 1998. Í Bandaríkjunum kom hann út í október sama ár og í Evrópu kom hann út í febrúar 1999.

Leikurinn

breyta

Leikurinn er svo kallaður stealth game þar sem maður á helst að forðast það að verða séður af óvinunum sem eru yfirleitt einhverjir verðir. Ef einhver sér mann þá verður allt vitlaust og óvinirnir byrja að elta mann. Í Metal Gear Solid eru nokkur stig fyrir uppgötvun. Venjulega spilar maður leikinn án þess að verðirnir viti af manni og hafa ákveðnar vöktunarleiðir og maðurinn hefur sérstaka ratsjá efst í hægra horninu. Uppgötvi þeir mann fer maður í hættustig eða "Alert Phase" og verðirnir elta mann uppi og ratsjáin virkar ekki og maður hefur úr tvennu að velja: að berjast eða flýja. Réttast væri að flýja því yfirleitt er maður með svo lítið líf að það tæki því ekki að berjast við þá. Ef manni tekst að komast undan fer maður í undankomustigið eða "Evasion Phase" þar sem óvinurinn hefur misst sjónar á manni en leitar samt að manni í ákveðinn tíma. Þegar sá tími rennur út fer maður aftur í upphafsstigið.

Í leiknum þarf maður líka að berjast við endakalla og hafa þeir hver sinn veikleika sem maður á að nota gegn þeim. Yfirleitt notar maður flest vopnin í endakallabardögum frekar en í leiknum. Vopnin sem eru einungis bara fyrir endakallabardaga má nefna: handsprengjur, Stinger-eldflaugavörpur og leyniskytturiffil. En annars notar maður flest vopnin alltaf í bardögum eða til að opna vegi fyrir manni. Slík vopn sem opna vegi fyrir manni má nefna C4-sprengiefnin og hin skálduðu fjarstýðu NIKITA-flugskeytin. En skammbyssuna, vélbyssuna, og nokkrar handsprengjur notar maður við uppgötvanir ásamt því að geta varist með berun hnefum.

  NODES