Minþakseyri var forn höfn í Vestur-Skaftafellssýslu. Þangað voru hafskipasiglingar. Nákvæm staðsetning hennar er ekki þekkt en hún er nefnd í landnámu.

Frásögn Landnámu

breyta

"Ingólfur tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleif rak vestur fyrir land, og fékk hann vatnfátt. Þá tóku þrælarnir írsku það ráð að hnoða saman mjöl og smjör og kölluðu það óþorstlátt. Þeir nefndu það minnþak. En er það var tilbúið, kom regn mikið, og tóku þeir þá vatn á tjöldum. En er minnþakið tók að mygla, köstuðu þeir því fyrir borð, og rak það á land, þar sem nú heitir Minnþakseyri. Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum."[1] Minþakseyri var samkvæmt þessu á milli Ingólfshöfða og Hjörleifshöfða. Á korti frá 1595 finnst hún sett vestan við Kúðafljót, óvíst um nákvæmni. Hún gæti hafa horfið í Kötlugosum.

Tilvísanir

breyta
  1. Jakob Benediktsson (gaf út): Íslendingabók - Landnámabók, Íslenzk fornrit I, bls. 42-43, Reykjavík 1968.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
os 1