Nútíma ryþmablús

Nútíma ryþmablús er tónlistarstefna sem teygir anga sína víða. Hún sameinar einkenni ryþmablús, popp tónlistar, hipp hopp, raftónlistar, sálartónlistar og fönk. Flytjendur hennar eru mestmegnis Afrísk-Amerískir tónlistarmenn. Upphaflega var talað um ryþmablús sem tónlistarstefnu svartra manna í Bandaríkjunum á 5. og 6. áratugnum þegar taktfastari tónlist byggð á jazz og blús var við lýði. Þrátt fyrir það þekkist nútíma ryþmablús aðallega sem ryþmablús eða einfaldlega undir skammstöfuninni R&B.

Alicia Keys árið 2011.

Saga stefnunnar

breyta

Um það leiti sem stjarna diskó tónlistarinnar tók að dofna við upphaf 9. áratugarins tók tók að myndast popp tónlist undir áhrifum frá fönk- og sálartónlist og úr varð ryþmablús eins og hann þekkist í dag. Með breytingum í vinsælli tónlist (e. mainstream) fylgdi ný kynslóð tónlistarhöfunda. Hinir nýju höfundar vinsælu tónlistarinnar hófu að notast við hljóðgervla og trommuheila við gerð tónlistar hinna Afrísk-Amerísku tónlistarmanna. Með nýjum rafknúnum hljóðfærum fóru framleiðendur tónlistarinnar að vinna hana meira og úr varð tónlistarstefna sem innihélt mjúkan söng, takt og laglínu.

9. áratugurinn

breyta

Með mikilli framför í tækni við upphaf 9. áratugarins og innkomu hljóðgervla, trommuheila og annarra nýjunga var vegur nútíma ryþmablússins ruddur. Nýjungunum fylgdi taktfastur stíll og melódíur, en þessi nýi stíll hafði mikil áhrif á tónlistarstefnur, en þó ekki aðeins það. Ryþmablúsinn gerði Afrísk-Amerískum Bandaríkjamönnum kleift að syngja um reynslu sína og tilfinningar sínar með eigin orðum. Einn fyrsti svarti tónlistarmaðurinn til að færa sig yfir í hina nýju og vinsælu tónlistarstefnu eftir fall diskósins var Michael Jackson. Árið 1982 kom út platan hans, Thriller, en með henni voru í raun leifar diskósins jarðaðar. Sú plata varð og er enn í dag mest selda plata allra tíma. Aðrir vinsælir ryþmablús tónlistarmenn áratugarins voru meðal annarra Marvin Gaye, Janet Jackson og Whitney Houston. Árið 1986 kom út platan Control með Janet Jackson. Tónlist plötunnar var samin af Janet Jackson ásamt tvímenningunum Jimmy Jam og Terry Lewis, en samstarfið varð til þess að út kom nokkurskonar bræðingur af ryþmískum einkennum fönksins og diskósins með íburðarmiklum hljóðgervils- og trommuheila tónum. Platan var svo vinsæl að ekki var lengur talað um Janet sem litlu systur Michael, heldur var hann stóri bróðir hennar. Velgengni Control hafði mikil áhrif á tónlist næstu ára og hélt Janet Jackson ótrauð áfram sem ein af frumkvöðlum tónlistarsenunnar. Sama ár og Control kom út hóf maður að nafni Teddy Riley að semja ryþmablús tónlist með áhrifum frá hipp hoppinu. Þessi nýja blanda fékk síðar heitið Ný-pörupilta sveifla (e. New jack swing) en hún naut gríðarlegra vinsælda frá lokum 9. áratugarins og fram á þann 10.

10. áratugurinn

breyta

Við upphaf 10. áratugarins hélt tónlistarstefnan áfram að þróast og mikið bar á söngkonum eins og Whitney Houston og Mariah Carey sem studdust við söngtækni gospel söngs. Áhrif gospelsöngsins birtust í því að söngvarar stöldruðu lengur á ákveðnum stöfum setninga í texta laga sinna en flökkuðu milli tóna. Þessi tækni heitir tónaflétta (e. melisma) en undir lok 9. áratugarins og við upphaf þess 10. jókst beitin þessara svokölluðu tónaflétta mjög og er í raun enn þann dag í dag gríðarlega einkennandi fyrir ryþmablús tónlist. Fyrrnefnd Mariah Carey var hóf feril sinn árið 1989, en varð á 10. áratugnum ein vinsælasta söngkona ryþmablús senunnar. Michael Jackson gaf út plötuna Dangerous árið 1991 en hún var undir áhrifum ný-pörupilta sveiflunnar sem orðið hafði vinsæl undir lok 9. áratugarins. Sú plata seldist í 30 milljónum eintaka og varð með því mest selda plata áratugarins og ein mest selda plata allra tíma. Við upphaf áratugarins komu Boyz II Men á ný með áhrif sálar tónlistar inn í ryþmablús senuna. Með auknum vinsældum og mikilli þróun stefnunnar fór að berast hljóð úr öðrum áttum í tónlistina. Hljóð ný-pörupilta sveiflunnar fór að dofna en í stað þess fóru flytjendur að auka á harðari trommutakta undir áhrifum austurstrandar hipp hoppinu. Sean Combs (einnig þekktur sem Puff Daddy, P. Diddy eða Diddy) hafði á orði að þessi nýi undirflokkur ryþmablúsins skyldi bera nafnið Sálar hipp hopp. Fyrir miðjan áratuginn var ryþmablúsinn orðin ein vinsælasta tónlistarstefnan og héldu flytjendur á borð við Mariah Carey, Janet Jackson og Boyz II Men að auka á vinsældir stefnunnar. Boyz II Men og Carey sameinuðu krafta sína og sömdu hvern ryþmablús slagarann á fætur öðrum og komu þó nokkrum þeirra í fyrsta sæti Billboard listans í bandaríkjunum. Meðal laga sem urðu til við samstarfið má nefna lagið Fantasy og One sweet day, en það síðar nefnda sat í 16 vikur í fyrsta sæti listans og setti með því met sem enn hefur ekki verið slegið. Lagið var valið vinsælasta lag áratugarins af Billboard tímaritinu en einnig valdi tímaritið Carey og Janet Jackson tvo vinsælustu flytjendur áratugarins. Þegar áratuginn tók að líða undir lok höfðu áhrif sálar tónlistar aukist í sálar hipp hoppinu og varð línan milli ryþmablússins og hipp hoppsins varð mjög óskýr þegar flytjendur á borð við Lauryn Hill og Missy Elliott hófu að gefa út tónlist af báðum stefnum.

1. áratugur 21. aldarinnar

breyta

Á nýjum áratugi og nýrri öld fagnaði ryþmablúsinn áframhaldandi vinsældum samhliða vinsældum flytjenda á borð við Beyoncé, Mariah Carey, Jennifer Lopez, Mary J. Blige og Usher en öll áttu þau það sameiginlegt að hafa byrjað feril sinn á tíunda áratugnum en nutu áframhaldandi vinsælda á nýrri öld. Vinsældur Beyoncé jukust þó á nýjum áratug, en á níundaáratugnum hafði hún gert garðinn frægan með stúlknasveitinni Destiny's Child. Hún var árið 2011 heiðruð af Billboard tímaritinu þegar þeir veittu henni tímamótaverðlaun sín til viðurkenningar um velgengni og áhrif innan tónlistarsenunnar. Einnig var hún valin vinsælasta söngkona áratugarins af Billboard tímaritinu og hefur hún selt um 75 milljónir plata um allan heim og er þar af leiðandi einn söluhæsti flytjandi allra tíma. Destiny's Child með Beyoncé innanborðs tókst einnig að verða árangursríkasta ryþmablús-stúlknasveit allra tíma en þær gáfu meðal annars út slagarana Survivor og Say my name. Þrátt fyrir miklar vinsældir hinna reynslu meiri, komu nýir flytjendur fram á sjónarsviðið en til að mynda má nefna að Chris Brown, Rihanna og Ne-Yo voru öll á meðal árangursríkustu flytjenda áratugarins ásamt reynsluríku flytjendunum Usher, Beyoncé, Alicia Keys og Mariah Carey. Við upphaf 1. áratugarins var tónlistarstefnan undir miklum áhrifum frá hipp hoppinu og fór í auknu mæli að bera á einstaka flytjendum í stað drengja- og stúlkna banda þegar leið á áratuginn. Slíkum yfirburðum bjó ryþmablúsinn yfir á markaðnum á áratugnum að öll 12 lögin sem toppuðu vinsældarlista Billboard voru sungin af afrísk-amerískum flytjendum og en þeir flytjendur stóðu fyrir ríflega 80% laganna sem náðu fyrsta sæti á ryþmablús lista Billboard tímaritsins. Undir lok áratugarins var ryþmablúsinn farinn að blandast poppinu í auknu mæli og ræður sú stefna meira og minna ríkjum innan ryþmablússins enn þann dag í dag.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta

http://www.rollingstone.com/music/albumreviews/control-19860424 Geymt 16 nóvember 2013 í Wayback Machine

http://www.rollingstone.com/music/lists/100-best-albums-of-the-eighties-20110418/janet-jackson-control-20110322 Geymt 30 maí 2013 í Wayback Machine

http://articles.chicagotribune.com/2008-08-10/news/0808080318_1_new-edition-new-jack-city-swingGeymt 7 maí 2012 í Wayback Machine

http://www.billboard.com/articles/chartbeat/473911/dec-2-1995-mariah-carey-boyz-ii-men-begin-historic-hot-100-reign

https://archive.today/20130216132022/www.newyorker.com/arts/critics/musical/2008/10/06/081006crmu_music_frerejones

http://blogs.villagevoice.com/music/2012/07/sales_slump_usher_chris_brown.php?page=2 Geymt 20 júlí 2012 í Wayback Machine

http://www.billboard.com/articles/news/471535/beyonce-accepts-billboard-millennium-award-delivers-show-stopping-performance

http://www.billboard.com/articles/news/266420/artists-of-the-decade

http://www.riaa.com/newsitem.php?id=C91C40E1-A65A-0F81-EBB3-8FE3B7C0ECEAGeymt 19 janúar 2012 í Wayback Machine

http://www.newstatesman.com/global-issues/2009/09/world-fashion-gay-india-church

Richard J. Ripani (2006). The New Blue Music: Changes in Rhythm & Blues, 1950–1999. Bls. 130–155, 186–188.

  NODES
languages 1
mac 5
os 3
text 1