Nýyrði er nýtt orð yfir hugtak eða hlut. Nýyrðasmiðir nefnast þeir sem annaðhvort starfa í nýyrðanefndum eða koma nýyrðum á framfæri í skrifum sínum.

Íslenskan hefur verið sögð henta mjög til nýyrðasmíða. Konráð Gíslason skrifaði grein í Fjölni árið 1838 sem nefndist: Ágrip af ræðu áhrærandi íslenskuna. Þar kom hann inn á það hvað Íslendingar (í þessu tilfelli heimspekingar) eiga auðvelt með að finna nýyrði í íslensku fyrir nýjar hugmyndir, en hann segir orðrétt:

...það er alkunnugt, hvað hægt er að búa til ný orð á íslensku, bæði samfellinga og allskonar nýgjörvinga. Og hvað er það sem heimspekingarnir þurfa mest á að halda, til að geta komið orðum að því sem þeir hugsa - er það ekki ný orð handa nýjum hugmyndum? Hvað er það annað, en þessi frjósemi málsins, sem íslenskan hefir til að bera meir en flest önnur mál? [1]

Skipting nýyrða

breyta

Nýyrði skiptast í tvo flokka ný orð (þ.e.a.s. nýyrði) og svo nýmerkingar. Nýmerking kallast það þegar gamalt orð fær nýja merkingu (sbr. sími). Stundum eiga nýmerkingar sér erlendar rætur og eru þá nefndar tökumerkingar (sbr. berklar).

Ný orð eru ýmist tökuorð eða nýyrði mynduð úr íslenskum orðstofnum. Á meðal nýyrðanna eru þó firn af samsettum orðum sem kallast tökuþýðingar en tökuþýðing er það þegar erlent orð eða orðasamband er þýtt lið fyrir lið, sbr. t.d. „kjarnorka“ (enska: nuclear energy), „samviska“ (latína: conscientia), „meðvitund“ (enska: consciousness úr lat. conscientia).

Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar

breyta

Jónas Hallgrímsson er nokkurs konar faðir nýyrðasmíðinnar íslensku, enda fyrstur til að smíða málinu mörg nýyrði í sama faginu þegar hann þýddi stjörnufræði Ursins. Málið á þýðingunni þykir þýtt og leikandi og er það vegna þess að hann þýðir fræðiheitin á íslensku og nær að fella að málinu. Þau nýyrði sem urðu til þegar hann þýddi Ursin voru t.d. orð eins og:

sjónarhorn, sólkyndlar, sverðbjarmi, ljósvaki, sjónauki, sjónfæri, sjónarsvið, sjónarmunur (parallaxe), samhliði, breiðhorn, mjóhorn, klofalínur, sporbaugur, sporbaugsgeiri, fleygbogi (parabole), breiðbogi (hyperbole), sólnánd, sólfjærð, ljósvilla (abberration), rugg (nutation), hringskekkja (excentricitet), viðvik (vibration), staðvindar, eldvarp, sjálfbjartur. [2]

Jónas segir svo í formála að þýðingu sinni um nýyrði sín: „Ég vonast einnig eftir að önnur betri komi bráðum í stað þeirra, og að þessi litla fjárgata, er eg nú hefi lagt, verði með tímalengdinni að breiðum og ruddum þjóðvegi.“

Dæmi um nýyrði úr samtímanum

breyta

Dæmi um eldri nýyrði

breyta

Dæmi um nýmerkingar

breyta

Dæmi um nýyrði sem festust ekki í sessi

breyta

Oft hafa verið búin til nýyrði sem ekki hafa náð fótfestu í tungumálinu:

Tilvísanir

breyta
  1. Fjölnir 1838
  2. Skírnir 1907
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Íslenska- í senn forn of ný Geymt 23 september 2009 í Wayback Machine bls. 9

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvernig búum við til ný orð?“. Vísindavefurinn.
  • Að búa til orð; viðtal við Einar B. Pálsson; birtist í Morgunblaðinu 1994
  • Neologisms and loanwords in Icelandic and Faroese
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES