Norðaustur-England

landshluti á Englandi

Norðaustur-England er einn af níu embættislegum landshlutum á Englandi. Hann inniheldur sýslurnar Durham, Norðymbraland, Tyne og Wear og svæðið Tees Valley. Á ensku er sögulega nafn sýslunnar Northumbria (Norðhumbría) en þetta nafn er ekki lengur notað í daglegu tali.

Kort af Norðaustur-Englandi.

Stærsta borgin í landshlutanum er Newcastle upon Tyne, aðrar merkilegar borgir í svæðinu eru Sunderland, Durham, Middlesbrough og Darlington. Hæsti punkturinn í landshlutanum er í Cheviot og er 815 m yfir sjávarmáli. Almennt er svæðið hæðótt og strjálbýlt í norður- og vesturhlutunum og er þéttbýlt og plægjanlegt í suðri og í austri.

Landshlutinn er þekktur fyrir náttúrufegurð, til dæmis eru Northumberland-þjóðgarðurinn og Pennínafjöllin staðsett þar. Norðaustur-England er líka mikilvægur sögulegur staður, dómkirkjan í Durham og Hadríanusarmúrinn eru í svæðinu eru líka bæði heimsminjaskrár UNESCO.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES