Norður-Jótland (danska: Nordjylland) er hérað í Danmörku sem samanstendur af norðanverðu Jótlandi, eða því svæði sem liggur á milli Kattegat, Skagerrak og Norðursjávar. Það nær yfir meginhluta Himmerlands, norðanvert Krúnujótland, Mors og Jótland fyrir norðan Limafjörð (Nørrejyske Ø). Stærsta borg Norður-Jótlands er Álaborg.

Norður-Jótland (litað rautt).

Íbúar Norður-Jótlands eru frá og með 2008 578.839, en þar af búa 126.556 eða 21,86% í Álaborg. Norður-Jótland er fámennasta hérað Danmerkur. Íbúar Norður-Jótlands eru 9,64% af íbúafjölda Danmerkur.

Stærstu þéttbýli

breyta

Þetta er listi yfir stærstu þéttbýlisstaði Norður-Jótlands frá og með 2011.

Stærstu þéttbýli[1]
Nr Þéttbýli Íbúar
2011
1 Álaborg 124.921
2 Hjørring 24.726
3 Frederikshavn 23.339
4 Thisted 13.005
5 Brønderslev 11.840
6 Hobro 11.635
7 Nykøbing Mors 9.154
8 Sæby 8.875
9 Skagen 8.515
10 Aars 8.010
11 Støvring 6.927
12 Svenstrup 6.751
13 Hirtshals 6.194
14 Aabybro 5.382
15 Nibe 5.043
16 Hadsund 5.040

Sveitarfélög

breyta

Heimildir

breyta
   Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
Done 1
see 1