48°51′11″N 2°20′59″A / 48.8530°N 2.3498°A / 48.8530; 2.3498

Notre Dame
Notre Dame
París
Almennt
Núverandi prestur:  Laurent Ulrich (erkibiskip)
Olivier Ribadeau Dumas (rektor)
Organisti:  Philippe Lefebvre (frá 1985); Olivier Latry (frá 1985); og Vincent Dubois (frá 2016)
Byggingarár:  1163–1345
Vígð:  19. maí 1182
Notre Dame á Commons

Notre Dame kirkjan í París (oft nefnd Maríukirkjan í París á íslensku) (franska: Notre Dame de Paris) er dómkirkja í París, höfuðborg Frakklands, helguð Maríu mey. Kirkjan var reist á árunum 1163 til 1345 og stendur á eystri hluta Île de la Cité í París. Kirkjan er ein af vinsælustu ferðamannastöðum borgarinnar. Notre-Dame er í gotneskum stíl og geymir marga mikilvæga trúargripi, meðal annars flís sem sögur segja að sé úr krossinum sem Jesú var krossfestur á, nagla úr krossfestingunni og þyrnikórónuna sem var á höfði Jesú.

Hún var meðal fyrstu bygginga í heiminum sem byggðar voru með veggstuðlum, sem gátu stutt bygginguna utan frá. Ekki var gert ráð fyrir veggstuðlum þegar byggingin var hönnuð, en eftir því sem byggingin varð hærri byrjuðu skemmdir að myndast. Þá ákváðu arkitektarnir að leysa vandamálið, með því að styrkja bygginguna utan frá. Heildarflatarmál kirkjunnar er 5200m(4800mað innan).

Árið 2019, 15. apríl, varð bruni í kirkjunni þar sem turnspíra hennar og þak eyðilögðust sem og ómetanlegir listmunir. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga burðarvirki kirkjunnar. [1] Kirkjan opnaði árið 2024 eftir endurbyggingu. [2]

Sérkenni

breyta

Margar styttur voru byggðar á kirkjunni til skrauts sem eru kallaðar ufsagrýlur. Engin lyfta er upp á efri hæðir kirkjunar, heldur er stigi með 387 þrep. Turnspíra Notre-Dame er u.þ.b 90 metra há. Kirkjan er 128 metrar á lengd og 48 metrar á breidd. Kirkjan er líka þekkt fyrir fallega litaða glugga. Inn í kirkjunni er orgel sem búið var til á frá 18.öld, smíðað af François-Henri Clicquot. Flestar pípunar sem Francois setti í orgelið eru þar enn í dag, þó hafa verið gerðar breytingar á orgelinu með tímanum. Á 19. öld voru gerða stórvægilegar breytingar á orgelinu. Það eru 7.952 pípur í orgelinu í dag. Á kirkjunni eru tveir turnar með samtals 10 bjöllum. Stærsta bjallan á kirkjunni heitir Emmanuel bjallan og var smíðuð árið 1681. Bjallan er u.þ.b 13 tonn á þyngd og er í suðurturninum. Bjöllunni er hringt við sérstakar athafnir, alltaf fimm sekúndum á undan hinum. Á 19. öld voru fjórar nýjar bjöllur smíðaðar sem áttu að koma í staðinn fyrir níu gamlar og eru þessar bjöllur í norðurturninum. Þegar þessar bjöllur voru smíðaðar var aðeins hægt að hringja þeim með höndunum en nú er búið að koma fyrir rafknúnum mótor.


Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Notre-Dame bjargað frá gjör­eyðilegg­ingu Mbl.is, skoðað 15. apríl 2019.
  2. Notre Dame opnuð á ný fimm árum eftir eldsvoðann mikla Rúv, sótt, 7. desember 2024
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES