Nýþungarokk

Undirstefna þungarokks
(Endurbeint frá Nu metal)

Nýþungarokk eða Nu-metal er undirstefna þungarokks frá byrjun tíunda áratug tuttugustu aldar og á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna.[1][2][3] Stefnan er samrunastefna sem sameinar hljóðið úr þungarokki með öðrum tónlistastefnum svo sem hipp hopp, funki og groove metal. Vinsælustu hljómsveitir sem hægt er að flokka sem nu-metal eru meðal annarra Limp Bizkit, Korn og Linkin Park.[1][3]

Nu metal hljómsveitin Korn.

Uppruni

breyta

Þær nýjungar sem heyrast í nu-metali má einnig heyra í vinsælum rokk hljómsveitum frá níunda og tíunda áratugnum. Hljómsveitirnar Faith No More, Red Hot Chili Peppers og Rage Against the Machine höfðu mikil áhrif á nu-metal tónlistarstefnuna.[3][1][4] Það hefur einnig verið sagt að þungarokk frá sama tímabili hafi haft gífurleg áhrif á nu metal.[3][1][4][5][6] Það hefur verð sagt að lagið Bring the Noise eftir Public Enemy og Anthrax sé það lag sem hefur haft mest áhrif á nu-metalið.[1]

Einkenni

breyta

Nu-metal sameinar hljóð úr mörgum tónlistarstefnum og undirstefnum. Einkenni raftónlistar, pönks, hipp hopps, djass, rokks og flestra undirstefna þungarokks finnast í nu-metali. Helstu einkenni nu-metals eru gítar riff, hrynjandi og lækkaður rafbassi. Þetta veldur þungu hljóði sem segja má að sé helsta einkenni nu-metals. Það er ekki jafn mikið af gítarsólóum í nu-metali eins og í öðrum þungarokksstefnum.

Söngurinn í nu-metali er gífurlega fjölbreyttur. Melódískur söngur, rapp og öskur finnast í nu-metal lögum og jafnvel fleiri en einn stíll í einu lagi. Flestar sveitir einkennast af eigin stíl.[1][2] Þar sem stefnan sameinar tvo virkilega ólíka tónlistarheima (þungarokk og hipp hopp) er tískan sem fylgir stefnunni fjölbreytt. Tískan fór samt frekar í áttina að hipp hoppinu þar sem víð föt svo sem bolir, íþróttatreyjur og buxur, hettupeysur og derhúfur voru mest áberandi.[7]

Búningar og grímur eru áberandi í vinsælum nu-metal hljómsveitum. Hljómsveitameðlimir Slipknot og gítarleikari sveitarinnar Limp Bizkit, Wes Borland, eru þekktir fyrir að koma fram í búningum.[8]

Uppruni vinsælda þessarar stefnu má rekja til upptökustjórans Ross Robinson. Hann framleiddi fyrstu plöturnar sem kom stóru stjörnum stefnunnar á kortið. Þar á meðal fyrstu plötu Korn, Slipknot og Limp Bizkit.[9] Það má segja að fyrsta plata Korn marki byrjun senunnar sem fylgi nu-metali. Fyrsta vinsæla lag Korn, Blind, sem kom út árið 1994 fékk spilun á MTV. Tónlistin náði þá til fleiri áhorfenda.[1][5][10]

Það var samt ekki fyrr en árið 1998 sem nu-metal náði almennum vinsældum með plötunni Follow the Leader, sem var önnur plata Korn. Eftir þetta birtust fleiri hljómsveitir með svipaðan stíl. Viðurkenndar þungarokkshljómsveitir eins og Sepultura, Fear Factory, Machine Head og Slayer fylgdu straumnum og gáfu út plötur sem voru undir áhrifum frá þessari nýju og vinsælu stefnu. Tilraunin heppnaðist betur hjá Sepultura en platan Roots náði gífurlegum vinsældum.[11][12] Ekki var hægt að segja það sama um tilraun Slayer en plata þeirra Diabolus in Musica fékk ekki jafn góðar viðtökur.[13]

Senan hélt áfram að vaxa og önnur plata Limp Bizkit Significant Other sem kom út árið 1999 komst á toppinn á Billboard 200. Platan seldist í 643.874 eintökum eftir eina viku í sölu. Árið 2000 náði nu-metal líklega sem hæstum hæðum þegar þriðja plata Limp Bizkit, Chocolate Starfish and the Hot Dog Flavored Water sló sölumet fyrir rokkplötu með yfir milljón eintök seld fyrstu viku eftir útgáfu.[14][15] Seinna á árinu kom svo út mest selda nu-metal plata allra tíma. Það var frumraun hljómsveitarinnar Linkin Park, Hybrid Theory[1][16]. Nu-metal hélt sínum vinsældum áfram þangað til um miðjan fyrsta áratug tuttugustu aldar en ein af síðastu nu-metal sveitum til þess að ná áberandi árangri var hljómsveitin Evanescence. Fyrsta plata þeirra Fallen var fjórða söluhæsta plata ársins 2003.[17] Eftir þetta fóru vinsældir stefnunnar dvínandi en sumar af stærstu hljómsveitum stefnunnar starfa enn.[1]

Tengt efni

breyta

Tengill

breyta

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 Sam Dunn (2011). „Metal Evolution“. Sótt 9. mars 2013.
  2. 2,0 2,1 „Alternative Metal“. Sótt 9. nóvember 2012.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Tim Grierson. „Alternative Metal“. Sótt 9. mars 2013.
  4. 4,0 4,1 „Nu Metal - A Controversial Subject“. Sótt 9. mars 2013.
  5. 5,0 5,1 Jon Wiederhorn. 'Dimebag' Darrell Abbott: A Larger-Than-Life Guitarist And Human Being“. Sótt 9. mars 2013.
  6. „Metals Honorable Mentions“. Sótt 9. mars 2013.
  7. „Metal Styles Specific Features“. Sótt 9. mars 2013.
  8. „Slipknot“. Sótt 9. mars 2013.
  9. „Ross Robinson“. Sótt 9. mars 2013.
  10. „Korn“. Sótt 9. mars 2013.
  11. „Sepultura - Roots“. Sótt 9. mars 2013.
  12. „Sepultura - roots“. Sótt 11. mars 2013.
  13. „Slayer - Diabolus in Musica“. Sótt 9. mars 2013.
  14. Robert Hilburn. „Limp Bizkit Joins an Elite Group as First-Week Album Sales Top 1 Million“. Sótt 9. mars 2013.
  15. Craig Seymour. „High 'Rollin. Sótt 9. mars 2013.
  16. Tyler Fisher. „Linkin Park - Hybrid Theory“. Sótt 9. mars 2013.
  17. „Top 10 Selling Albums, 2003“. Sótt 10. mars 2013.
  NODES
languages 1
mac 2
os 3