Orrustan við Balaclava
Orrustan við Balaclava er bardagi sem fór fram 25. október 1854 í Krímstríðinu þegar umsátur var um Sevastopol í Rússlandi 1854-1855 en Sevastopol var á aðalherstöð Rússa við Svartahaf.
Í samtímaheimild Skírni frá 1855 er eftirfarandi lýsing á þegar hersveitir Frakka koma að Balaklava og orusta verður milli Rússa og Englendinga 25. október og Frakkar koma til liðs við Englendinga:
- „En fyrir sunnan Sebastopol gengur vík inn í landið, er heitir við Balaklava; þar er höfn. þangað hjeldu þeir öllu liðinu Baglan og Canrobert, og stefndu flotanum þangað á móts við sig. Balaklava liggur næstum 2 mílur vegar frá Sebastopol; allan þenna veg urðu þeir að flytja það sem þeir þurftu til umsátursins um Sebastopol. Í fyrstu ætluðu menn, að ráðast á Sebastopol bæði á sjó og landi, en það atvikaðist öðruvísi. Fjörður einn gengur inn að bænum, og er hann að utan mjór, en þó vel skipgengur, og má sigla þar jafnvel þrem skipum í senn. Á malarkömpunum báðu megin við fjörðinn eru vígi Rússa, bæði lengra út en þar sem þrengslin eru á firðinum og í þrengslunum sjálfum; en þó þessi vígi sjeu góð, mátti þó sigla inn eptir firðinum og inn á sjálfa höfnina og skjóta þaðan á bæinn, ef þá voru jafnframt önnur skip til að skjótast á við kastalana úti á fírðinum. Við þessu sáu nú Rússar, og söktu 7 skipum sínum niður í sundið, þar sem þröngvust var leiðin.
- Nú settust bandamenn um Sebastopol, en ekki náðu þeir að setjast um gjörvallan bæinn, því hann stendur bæði fyrir sunnan og norðan fjörðinn, og hafði Mcnzíkoff aðgöngu að bænum að norðan. 17.október skutu bandamenn á bæinn, og brutu niður vígi fyrir Rússum, er þeir kölluðu Sívalaturn; gátu Frakkar ekki vel neytt sín þann dag, því eldur kviknaði í stóru púðurhúsi, sem þeir áttu, og stökk það i lopt upp. Þenna dag skutu og bandamenn af skipum sínum á vígi Rússa úti á firðinum. Var þar hörð hríð um stund, en svo lauk, að bandamenn urðu frá að leggja, án þess að hafa gjört mikinn skaða; í þessari atlögu fjellu þó 2 hershöfðingjar Rússa: annar þeirra hjet KornilofT en hinn NachimofF, þeir höfðu báðir verið í bardaganum við Sinope í fyrra, og var því hefnt að nokkru leyti ósigurs Tyrkja þann dag.
- 25. október var skæð orusta milli Englendinga og Rússa við Balaklava. 30,000 Rússa rjeðust á riddaralið Englendinga, sem ekki voru þar fleiri fyrir en 5000, og nokkrir Tyrkir; varð þar lítið lið að Tyrkjum, því þeir runnu þegar svartleggjur Rússa komu á lopt. Riddaralið Englendinga sýndi hina ágætustu vörn. Frakkar komu til liðs við bandamenn sína og rjettu bardagann, og ljetu Rússar þá undan síga. Orusta þessi var hin grimmasta og mannskæðasta. Daginn eptir rjeðust 8000 Rússa á Frakka nálægt Sebastopol, en Frakkar tóku fast á móti og ráku þá af höndum sjer.“
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Orrustan við Balaclava.