Pýþeas frá Massalíu var landkönnuður sem uppi var á 4. öld f.Kr. Hann var af grískum ættum, frá grísku nýlendunni Massalíu (Marseille í Frakklandi). Á árunum 330-320 f.Kr., að því er talið er, ferðaðist hann til Norður-Evrópu og fór meðal annars víða um Bretlandseyjar.

Rit Pýþeasar sjálfs hafa ekki varðveist en kaflar úr þeim voru teknir upp í önnur rit. Þar segir að frá Bretlandseyjum hafi hann siglt í sex daga í norður og komið að landi sem hann kallaði Thule. Sumir telja að þarna hafi hann fundið Ísland og svo mikið er víst að hann hefur farið nokkuð norðarlega því hann var fyrstur til að lýsa í riti fyrirbærum eins og miðnætursól og hafís. Aðrir telja að Thule sé vesturströnd Norður-Noregs. Grænland og fleiri lönd hafa einnig verið nefnd.

Tenglar

breyta
  NODES