Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu

Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu er er fulltrúi Perú í knattspyrnu og er stjórnað af Perúska knattspyrnusambandinu.

Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
Íþróttasamband(Spænska: Federación Peruana de Futbol) (Knattspyrnusamband Perú)
ÁlfusambandCONMEBOL
ÞjálfariJorge Fossati
FyrirliðiPaolo Guerrero[
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
35 (30. nóvember 2023)
10 (október 2017)
76 (2009)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
0-4 gegn Úrúgvæ, (1.nóvember, 1927)
Stærsti sigur
9-1 á móti Ekvador (11.ágúst 1938)
Mesta tap
0-7 gegn Brasilíu (26.júní 1997)
Heimsmeistaramót
Keppnir5 (fyrst árið 1930)
Besti árangur8 .liða Úrslit (1970)
Copa America
Keppnir29 (fyrst árið 1927)
Besti árangurMeistarar (1939 og 1975)
 
Perúska landsliðið gengur inn á völlinn fyrir fyrsta leik sinn í sögunni árið 1927.

Knattspyrna var kynnt til sögunnar í Perú undir lok 19. aldar af breskum sjóliðum og perúskum ferðalöngum sem kynnst höfðu íþróttinni í Englandi. Upp úr 1890 var fótbolti kominn á dagskrá hjá íþróttafélögum í Líma á borð við Lima Cricket and Lawn Tennis CLub, Hjólreiðafélag Líma og Atlético Chalaco. Gerð Panaskurðarins á fyrsta áratug tuttugustu aldar gerði það að verkum að erlendum skipshöfnum fjölgaði ört í Perú sem aftur ýtti undir útbreiðslu fótboltaíþróttarinnar. Komið var á laggirnar deildarkeppni sem skipuð var áhugamannaliðum í Líma. Það var þó fyrst með stofnun knattspyrnusambands árið 1922 sem skipulag greinarinnar komst í fastar skorður í landinu.

Ári ð1925 gekk Persúka knattspyrnusambandið í CONMEBOL, knattspyrnusamband Suður-Ameríkuþjóða. Fjárhagsvarndræði stóðu þó í vegi fyrir því að landslið væri skipað fyrr en árið 1927. Perú tók þá að sér hlustverk gestgjafa á Suður-Ameríkumótsins það ár. Fyrsta leiknum lauk með 4:0 ósigri gegn Úrúgvæ en fyrsti sigurinn kom strax í næsta leik, gegn Bólivíu. Eftir tap gegn Argentínu í lokaleik hafnaði Perú í þriðja sæti í þessari frumraun sinni á alþjóðasvoðinu.

Perú var eitt fjölmargra Suður-Ameríkulanda sem nýtti tækifærið til að senda lið á fyrsta heimsmeistaramótið árið 1930. Þar tapaði liðið báðum leikjum sínum en þótti þó standa vel upp í hárinu á heimamönnum í Úrúgvæ sem urðu að lokum heimsmeistarar. Fjörutíu ár áttu eftir að líða þar til Perú komst næst í úrslitakeppni HM.

Dramatík í Berlín

breyta
 
Lið Perú á Ólympíuleikunum 1936.

Ósætti milli Úrúgvæ og Argentínu í kjölfar HM 1930 ollu því að Suður-Ameríkukeppnin var ekki haldin í sex ár. Árið 1935 ákváðu helstu knattspyrnuþjóðir álfunnar að grafa stríðsöxina og var keppnin 1935 haldin í Perú í annað sinn og líkt og í fyrra skiptið höfnuðu heimamenn í þriðja sæti. Árið eftir voru Ólympíuleikar haldnir í Berlín. Knattspyrna var endurvakin sem keppnisgrein, en að þessu sinni var skerpt á því að einungis áhugamenn mættu keppa. Atvinnumennska hafði verið tekin upp í bæði Úrúgvæ og Argentínu sem sátu heima. Perú var því eini fulltrúi Suður-Ameríku á Berlínarleikunum.

 
Markahrókurinn Teodoro Fernández.

Mótherjar Perúmanna í fyrstu umferð voru Finnar. Teodoro Fernández fór á kostum og skoraði fimm mörk í 7:3 sigri í fyrstu umferð. Í fjórðungsúrslitum mættu Perúmenn liði Austurríkismanna sem taldir voru í hópi sigurstranglegustu liða. Fátt stefndi í óvænt úrslit og Austurríkismenn fóru til búningsklefa sinna í hálfleik með 2:0 forystu. Í seinni hálfleik vaknaði perúska liðið til lífsins og jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Í framlengingunni voru yfirburðir Perú algjörir. Liðið kom boltanum fimm sinnum í mark andstæðinganna og þótt dómari leiksins dæmdi þrjú markanna af urðu lokatölur 4:2 og fögnuður Perúmanna mikill.

Eftir leikinn gerðu Austurríkismenn athugasemd við að stuðningsmenn Perú hefðu farið inn á völlinn, auk þess sem þeir kvörtuðu undan mikilli hörku perúska liðsins í viðureigninni, auk þess sem perúskur áhorfandi hafi veifað byssu. Réttað var í málinu í fjarveru fulltrúa Perú. Fulltrúar FIFA ákváðu að ógilda úrslitin og láta liðin mætast að nýju. Perúmenn brugðust ókvæða við niðurstöðunni og drógu lið sitt úr keppni. Austurríkismenn hlutu að lokum silfrið eftir tap gegn Ítölum í úrslitum.

Fyrri gullöldin

breyta

Stuðningsmenn Perú fögnuðu sínum mönnum sem hetjum við heimkomuna, enda töldu þeir lið sitt órétti beitt. Var jafnvel talið að æðstu ráðamenn í Þýskalandi hefðu vélað um að Austurríki skyldi komast áfram í keppninni. Tveimur árum síðar vann Perú sinn fyrsta stóra titil þegar liðið bar sigur úr býtum á knattspyrnukeppni Bólivarísku leikanna sem haldnir voru í Kólumbíu árið 1938. Á þessum fyrstu leikum mættu landslið frá sex löndum í Suður-Ameríku norðan- og vestarverðri. Eftir þessa fyrstu leika hefur knattspyrnukeppnin alltaf verið með varaliðum þjóðanna.

Suður-Ameríkukeppnin 1939 fór fram í Perú og var það í þriðja sinn af fimm síðustu skiptum sem keppnin var haldin í landinu. Perú varð meistari á fullu húsi stiga eftir að hafa lagt Úrúgvæ 2:1 í lokaumferðinni. Þetta var í fyrsta sinn sem annað lið en eitthvað stóru liðanna þriggja varð Suður-Ameríkumeistari.

Ekki tókst að fylgja sigrinum árið 1939 eftir. Á næstu mótum endaði Perú í neðri hlutanum eða mætti hreinlega ekki til leiks.

Í skugganum

breyta

Ef horft til alþjóðlegra styrkleikalista mátti Perú ágætlega við una á fimmta og sjötta áratugnum, þar sem liðið var oftar en ekki í hópi 20 sterkustu landsliða. Hins vegar stóð Perú rækilega í skugga sterkari nágranna sinna í Suður-Ameríku. Í álfukeppninni náði Perú best þriðja sæti og var aldrei sérlega nálægt því að komast í úrslitakeppni HM.

Perú var eitt þriggja liða frá Norður- og Suður-Ameríku sem tryggðu sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Róm 1960, en úrslitariðill forkeppninnar fór fram í Líma. Á Rómarleikunum lenti Perú í riðli með geysisterku liði Ungverja og komst ekki áfram í undanúrslitin.

Seinni gullkynslóðin

breyta
 
Þríeykið Hugo Sotil, Teofilo Cubillas og Roberto Challe fyrir leik gegn Síle árið 1973.

Perú lenti í hnífjöfnum forriðli fyrir HM 1970 þar sem þeir skildu Argentínumenn eftir með sárt ennið. Í úrslitakeppninni í Mexíkó byrjaði Perú vel og vann 3:2 sigur á Búlgörum með sigurmarki hins 21 árs gamla Teófilo Cubillas. Þriggja marka sigur á Marokkó í næsta leik tryggði farseðilinn í fjórðungsúrslitin og kom þar ekki að sök þótt þriðji leikurinn, gegn Vestur-Þýskalandi tapaðist. Heimsmeistaraefni Brasilíu reyndust þó of stór biti í næstu umferð og unnu 4:2 sigur. Perú var þó komið á kortið og tveimur árum síðar var hann valinn knattspyrnumaður Suður-Ameríku, eini Perúmaðurinn sem hlotið hefur þann titil.

Suður-Ameríkukeppnin var endurvakin árið 1975 eftir átta ára hlé. Notast var við nýtt keppnisfyrirkomulag þar sem leikið var heima og heiman út um alla álfuna í stað þess að mótið færi fram í einu landi. Perúska liðið vann sinn forriðil án þess að tapa leik og mætti Brasilíu í undanúrslitum. Hvort lið vann sína viðureignina og þurfti því að varpa hlutkesti. Perú hafði vinninginn og mætti Kólumbíu í úrslitum. Þar þurfti að grípa til oddaleiks sem fram fór í Venesúela en Perú hafði að lokum betur og varð Suður-Ameríkumeistari í annað sinn.

Samsæri í Argentínu?

breyta

Perúmenn voru meðal keppnisþjóða á HM í Argentínu 1978 og komu allra liða mest á óvart. í fyrsta leik mættu þeir skoska landsliðinu sem hafði gert sér góðar vonir um sigur í keppninni. Skotar náðu forystunni snemma leiks en Perú svaraði með þremur mörkum, þar af tveimur frá Cubillas. Í næsta leik gerðu Perú og silfurlið Hollendinga frá fyrra móti markalaust jafntefli. Punkturinn fyrir i-ið var svo 4:1 sigur á Íran í lokaleiknum og Perú hafnaði á toppi riðilsins.

 
Mark Joe Jordan dugði ekki til gegn Perú á HM 1978.

Perúmönnum var skellt niður á jörðina með 3:0 tapi gegn Brasilíu í milliriðlinum. Þá tók við 1:0 tap á móti Pólverjum og því ljóst að Perú myndi ekki leika til verðlauna. Lokaleikurinn, gegn heimamönnum Argentínu, fór fram við vafasamar kringumstæður. Brasilíumenn, keppinautar Argentínumanna, höfðu þegar lokið keppni og ljóst að gestgjafarnir yrðu að vinna með fjórum mörkum hið minnsta. Staðan í hálfeik var einungis 1:0 en eftir hlé brustu allar flóðgáttir og leiknum lauk með 6:0 argentínskum sigri. Miklar vangaveltur hafa komið fram um að maðkur hafi verið í mysunni en engar áþeifanlegar sannanir komið fram þess efnis.

Perú var einnig meðal keppnisliða á HM á Spáni 1982. Leikmannahópurinn var kominn af allra léttasta skeiði og mótherjarnir reyndust öflugir. Í fyrsta leik gerðu Perú og Kamerún markalaust jafntefli. Þá tók við 1:1 jafntefli gegn Ítölum. Perú var því í þokkalegri stöðu fyrir lokaleikinn á móti Póllandi. Þar hrundi liðið hins vegar eins og spilaborg. Pólverjar skoruðu fimm fyrstu mörkin en Perú náði að klóra í bakkann með einu marki undir lokin og botnsæti riðilsins varð niðurstaðan.

Horfið úr sviðsljósinu

breyta

Litlu mátti muna að Perú slægi heimsmeistaraefni Argentínu úr leik í forkeppni HM 1986 þar sem argentínska liðinu tókst að herja fram 2:2 jafntefli á heimavelli í lokaleiknum. Þetta reyndist upphafið að löngu tímabili þar sem Perú mistókst að komast í úrslitakeppni HM. Liðið missti af sæti á HM í Frakklandi 1998 á lakari Síle. Það var það næsta sem liðið komst til ársins 2018.

Árangurinn í Suður-Ameríkukeppninni reyndist litlu betri framan af. Liðið komst í undanúrslitin í Paragvæ 1999 en mátti þar þola 7:0 niðurlægingu gegn Brasilíu. Árin 2011 og 2015 hlaut Perú þó bronsverðlaunin eftir að hafa staðið vel uppi í hárinu á mótherjum sínum í undanúrslitum. Þessi frammistaða gaf góðar vonir til framtíðar.

Síðasta heimsmeistarakeppnin

breyta

Perú stóð sig vel í forkeppni HM 2018, tapaði engum af fjórum síðustu leikjum sínum og komst í umspil gegn Nýja-Sjálandi og þannig til Rússlands. Hálfu ári fyrir mótið náði Perú sínu hæsta sæti á heimslista FIFA fyrr og síðar, því tíunda og var því ofarlega í styrkleikaröðuninni þegar dregið var.

Strax í fyrsta leik mættu Perúbúar liði Danmerkur í hálfgerðum úrslitaleik í riðlinum. Danir unnu 1:0 í hörkuleik. Naumt tap gegn Frökkum, 1:0, gerði vonir Perú nær endanlega að engu og sigur á Áströlum í lokaumferðinni dugði ekki til að komast áfram í keppninni.

Heimildir

breyta
  NODES
languages 1
os 4