Plácido Galindo
Plácido Reynaldo Galindo Pando (f. 9. mars 1906 - d. 22. október 1988) var knattspyrnumaður frá Perú. Hann komst í sögubækur með því að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta til að vera vikið af leikvelli í Úrúgvæ 1930.
Ævi og ferill
breytaGalindo fæddist í Lima og hóf keppni í meistaraflokki 18 ára gamall með nýstofnuðu háskólaliðinu Universitario sem hann hélt tryggð við alla tíð. Fyrstu árin lék félagið einungis vináttuleiki en hóf keppni í perúsku deildinni árið 1928 og hafnaði þegar í öðru sæti. Liðið varð svo perúskur meistari árið 1929 með Galindo innanborðs. Hann endurtók leikinn árið 1934, þá sem spilandi þjálfari liðsins. Síðar árri Galindo eftir að gegna embætti forseta félagsins með hléum á sjötta og sjöunda áratugnum.
Árið 1929 var Galindo meðal leikmanna Perú á Copa America þar sem liðið hafnaði í fjórða og neðsta sæti. Ári síðar var hann aftur í landsliðshópnum þegar Perú tók þátt í fyrstu heimsmeistarakeppninni sem haldin var í Úrúgvæ. Þar var hann rekinn af velli í fyrsta leik gegn Rúmenum, sem var fyrsta brottvikning HM-sögunnar.
Frá september 1933 til febrúar 1934 tók Galindo þátt í frægri Evrópuferð með úrvalsliði leikmanna frá Perú og Síle. Í ferðinni lék liðið tugi leikja á Spáni, Englandi og víðar. Meðal mótherja í þessari miklu ferð voru stórlið á borð við West Ham, Newcastle, Celtic og Bayern München.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Plácido Galindo“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. september 2023.