Queen

Bresk rokkhljómsveit

Queen er bresk rokkhljómsveit sem kom fram á sjónarsviðið 1970. Hún var stofnuð af Freddie Mercury söngvara sveitarinnar, Roger Taylor trommuleikara og Brian May gítarleikara í London. Taylor og May höfðu áður verið í hljómsveitinni Smile. Hljómsveitin fékk ýmsa bassaleikara til liðs við sig áður en John Deacon varð bassaleikari sveitarinnar 1971. Tónlist þeirra var meðal annars undir áhrifum frá Bítlunum og Jimi Hendrix.

Queen
Queen árið 1984. John Deacon (til vinstri), Freddie Mercury (á miðju sviði), Brian May (neðst á myndinni), Roger Taylor (trommur)
Queen árið 1984. John Deacon (til vinstri), Freddie Mercury (á miðju sviði), Brian May (neðst á myndinni), Roger Taylor (trommur)
Upplýsingar
UppruniLondon, England
Ár1970–í dag
StefnurRokk
Útgáfufyrirtæki
Meðlimir
Fyrri meðlimir
Vefsíðaqueenonline.com
Queen.
Queen + Paul Rodgers (2005)

Hljómsveitin var með allra vinsælustu rokk-hljómsveitunum á áttunda og níunda áratugnum og frá henni hafa komið heimsþekkt lög á borð við „Bohemian Rhapsody“, „Another One Bites the Dust“, „We Will Rock You“ og „Killer Queen“. Lag þeirra Bohemian Rhapsody sem var gefið út á plötunni A Night at the Opera árið 1975 var kosið vinsælasta lag allra tíma árið 2007. Queen hefur löngum verið talin ein besta rokk-hljómsveitin á sviði og margir telja þátt þeirra í Live Aid-tónleikunum árið 1985 vera bestu sviðsframkomu rokksögunnar.

Freddie Mercury lést árið 1991 úr alnæmi. Fjórum árum seinna gaf hljómsveitin út plötuna Made in Heaven sem inniheldur meðal annars síðustu upptökurnar af söng Freddie Mercury. John Deacon hætti afskiptum af hljómsveitinni árið 1997 en May og Taylor hafa komið fram og tekið upp efni undir Queen+ nafninu með ýmsum öðrum tónlistarmönnum, meðal annars tónleikaferðir með söngvurunum Paul Rodgers og Adam Lambert eftir aldamót.

Árið 2018 kom út kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem er lauslega byggð á sögu Queen.

1968–1971: Byrjunin

breyta

Upphafsmeðlimir Queen kynntust í Vestur London á seinni hluta sjöunda áratugsins. Gítarleikarinn Brian May hafði byggt sinn eiginn gítar með föður sínum árið 1963, og stofnað hljómsveitina 1984 ári seinna með söngvaranum Tim Staffel.[1] Brian yfirgaf hljómsveitina snemma árið 1968 til þess að einbeita sér að námi sínu í Eðlis- og stjörnufræði við Imperial háskólann og einnig til þess að leita að hljómsveit sem gæti samið frumsamið efni. [2] Hann stofnaði svo hljómsveitina Smile með Staffel (sem var nú bassaleikari) og hljómborðsleikaranum Chris Smith. [3] Til þess að fullkomna hljómsveitina setti Brian upp auglýsingu sem auglýsti eftir trommara á borð við Mitch Mitchell/Ginger Baker. Roger Taylor, ungur tannlæknanemi fékk starfið.[4] Chris Smith yfirgaf hljómsveitina snemma árið 1969, rétt fyrir tónleika í Royal Albert Hall með Free og The Bonzo Dog Doo-Dah Band.[5]

Tim Staffel kynntist samnemanda sínum Freddie Bulsara í Ealing Art College í Vestur London. Hann var frá Sansibar og af perskneskum uppruna.[6] [7] Bulsara hafði lært fatahönnun í ár áður en hann skipti yfir í grafíska hönnun [8] og varð fljótt aðdáandi Smile. Hann bað um að fá að vera aðalsöngvari hljómsveitarinnar en Brian fannst Tim Staffel ekki líklegur til þess að gefa upp það hlutverk.[9]

Árið 1970 hætti Staffel í Smile, þar sem honum fannst að áhugi hans á Soul og R&B tónlist passaði ekki við rokktónlistina sem Smile var að spila. Hann hafði einnig fengið nóg af árangursskorti þeirra. Hann stofnaði hljómsveitina Humpy Bong með fyrrverandi trommara Bee Gees, Colin Petersen. [10] Eftirstandandi meðlimir hljómsveitarinnar hleyptu Bulsara inn sem aðalsöngvara og fengu vin Roger Taylor, Mike Gross inn sem bassaleikara. Fjórmenningarnir spiluðu sitt fyrsta gigg á fjáröflunarviðburði í Truro þann 27. júní 1970. [11]Bulsara stakk upp á því að hljómsveitin ættu að breyta nafninu í „Queen“. Hinir meðlimirnir voru ekki vissir um þessa breytingu í fyrstu en Freddie sagði: „it's wonderful, dear, people will love it". [11]Á svipuðum tíma ákvað Freddie að breyta eftirnafni sínu í Mercury, en hann dró innblásturinn fyrir það úr textabrotinu: „Mother Mercury, look what they've done to me“ úr laginu „My Fairy King“. [12] Hljómsveitin spilaði sitt fyrsta gigg í London 18. júlí. [13] Þeir byrjuðu að koma fram með lögum sem myndu seinna birtast á fyrstu tveimur plötum þeirra, ásamt ýmsum ábreiðum af rokklögum, þar á meðal „Please Don't Tease“ með Cliff Richard and the Shadows. Þeir vöktu athygli framleiðandans John Anthony, sem hafði áhuga á hljóði hljómsveitarinnar en fannst þeir ekki vera með réttan bassaleikara. [12] Mike Gross ákvað að hætta í hljómsveitinni og var skipt út fyrir Barry Mitchell.[14] Barry Mitchell hætti í janúar 1971 og var skipt út fyrir Doug Bougie fyrir tvö gigg. [15]

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta

Meðlimir - Klassíska liðskipanin

breyta

Gestasöngvarar

breyta
  • Paul Rodgers (2004–2009)
  • Adam Lambert (2011–)

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Blake, Mark (2010). Is This The Real Life? The Untold Story of Queen. Arum Press. bls. 30, 32-33. ISBN 978-1-84513-713-7.
  2. Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 37, 44, 64
  3. Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 59
  4. Hodkinson, Mark (2004). Queen: The Early Years. London: Music Sales Limited. bls. 118. ISBN 978-0-7119-6012-1.
  5. Blake, Mark (2010). Is This The Real Life? The Untold Story of Queen. Arum Press. bls. 62. ISBN 978-1-84513-713-7.
  6. Blake, Mark (2010). Is This The Real Life? The Untold Story of Queen. Arum Press. bls. 44. ISBN 978-1-84513-713-7.
  7. „Freddie Mercury's complex relationship with Zanzibar“. BBC News (bresk enska). 23. október 2018. Sótt 7. janúar 2021.
  8. Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 56
  9. Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 65
  10. Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 92-93
  11. 11,0 11,1 Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 95
  12. 12,0 12,1 Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 96
  13. „Heritage award to mark Queen's first gig“. BBC News (bresk enska). 5. mars 2013. Sótt 7. janúar 2021.
  14. Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 97
  15. Blake, Mark, 1965- (2011). Is this the real life? : the untold story of Queen. London: Aurum. ISBN 978-1-84513-713-7. OCLC 751669353. bls 102, 105
  NODES
languages 1
os 7
text 1