Í gyðingdómi er rabbíni sá sem kennir um Torah. Orðið á rætur sínar að rekja til hebreska orðsins רַבִּי rabi sem þýðir „meistarinn minn“ (fleirtala: rabanim). Orðið רב rav „meistari“ þýðir bókstaflega „hinn mikli“.

Moshe Feinstein rabbíni er einn helsti rabbíni sanntrúaðra gyðinga á 21. öld

Hlutverk rabbínans á upptök sín á tíma faríseanna og talmúdanna þegar lærðir kennarar komu saman til að skrá formlega skrifuðu og munnlegu lög gyðingdóms. Á síðari öldum hafði hlutverk kristinna presta haft áhrif á það rabbína, til dæmis fluttu rabbínar athafnir frá predikunarstóli. Á 19. öld jókst mikilvægi starfsemi þýskra og bandarískra rabbína en þeir predikuðu, gáfu ráðgjöf og urðu fulltrúar gyðinga í samfélaginu.

Innan þeirra ýmsu safnaða gyðingdóms eru misjöfn skilyrði um vígslu rabbína og mismunandi skoðanir um hver má kalla rabbíni. Í öllum útfærlsum gyðingdóms nema rétttrúnaðargyðingdómi og nokkrum öðrum íhaldssömum söfnuðum mega konur og samkynhneigðir verða rabbínar.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
Done 1
einstein 1
einstein 1