Randver Þorláksson

Randver Þorláksson (f. 7. október 1949) er íslenskur leikari. Randver var lengi í sjónvarpsþáttunum Spaugstofan frá 1989 til 2007 þegar dagskrárstjóri RÚV sagði honum upp störfum en því var mikið mótmælt. Árið 2015 setti Spaugstofan sýninguna Yfir til þín á svið í Þjóðleikhúsinu en þar var Randver með í för. Það sama má segja um lokaþátt Spaugstofunnar sem sýndur var á skjánum í janúar 2016. Þekktastur er Randver fyrir hlutverk sín sem róninn Örvar og fréttamaðurinn Sigurður Vilbergsson úr Spaugstofunni.

Í áramótaauglýsingu Kaupþings árið 2007 lék Randver á móti stórleikaranum John Cleese. Hann lék einnig aðalhlutverkið í mottumars auglýsingu ársins 2018 og lék í tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Áttunar L8 sem að kom út í nóvember 2018.

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

breyta
Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1971 Hvað býr í blýhólknum
1975 Áramótaskaupið 1975 Ýmis hlutverk
1976 Undraland
Áramótaskaupið 1976 Ýmis hlutverk
1981 Áramótaskaupið 1981 Ýmis hlutverk
1985 Áramótaskaupið 1985 Ýmis hlutverk
1986 Áramótaskaupið 1986 Ýmis hlutverk
1989 - 2016 Spaugstofan Ýmis hlutverk
1989 Magnús Jónas lögfræðingur
1992 Karlakórinn Hekla Kórfélagi
Áramótaskaupið 1992 Ýmis hlutverk
1993 Stuttur Frakki Örvar
Áramótaskaupið 1993 Ýmis hlutverk
1994 Áramótaskaupið 1994 Ýmis hlutverk
1995 Einkalíf Guðmundur, faðir Nóa
1996 Sigla himinfley Lögreglumaður
1999 Áramótaskaupið 1999 Ýmis hlutverk
2000 Áramótaskaupið 2000 Ýmis hlutverk
2002 Fálkar Flugvallarstarfsmaður
Stella í framboði Sigfús Jónsson
2004 Áramótaskaupið 2004 Ýmis hlutverk
2007 Áramótaskaupið 2007
2012 Steindinn okkar Skólastjóri
2014 Hreinn Skjöldur Faðir
2015 Áramótaskaupið 2015 Hann sjálfur
2017 Dagur rauða nefsins 2017 Leigubílstjóri
2020 Ráðherrann Dómari
2021 Systrabönd Ægir
2022 Verðbúðin Upptökumaður
Heimsins mikilvægasta kvöld Kúnni á bílasölu
Áramótaskaup 2022 Hann sjálfur

Tengill

breyta
  NODES
INTERN 1